Fundar vegna kjarasamninga

Fulltrúar úr viðræðu- og samninganefndum þremur af fjölmennustu aðildarfélögum BSRB, SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna, hittust á fundi í gær. Þar var m.a. farið yfir úrskurð Gerðardóms í málum BHM og Félags ísl. hjúkrunarfræðinga sem birtur var á sl. föstudag.

Það sem af er mánuðnum hafa verið haldnir þrír fundir með viðsemjendum þar sem bæði sérmál og heildarsamningar hafa verið á dagskrá. Lítið hefur þokast í samningsátt og ljóst að allir aðilar málsins hafa beðið úrskurðar Gerðardóms. Næsti fundur samninganefnda félaganna með viðsemjendum verður á morgun, miðvikudag, undir verkstjórn sáttasemjara. Gert er ráð fyrir að þar verði til umræðu áhrif Gerðardóms á áframhaldandi samningsgerð félaganna við ríkið.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?