Yfirlýsing BHM, BSRB og KÍ vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og SA
BHM, BSRB og KÍ gera alvarlegar athugasemdir við inngrip ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og SA. Afar fátítt er að miðlunartillögum sé beitt og hefur það helst verið gert á opinberum vinnumarkaði. Þá eru lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur skýr hvað varðar formkröfur fyrir slíkri miðlunartillögu, þ. á m. um skyldur ríkissáttasemjara til samráðs við samningsaðila um slíka tillögu.
27. jan 2023
kjaramál, kjaradeila, kjarasamningur