81
Eftir áralanga baráttu BSRB fyrir styttingu vinnuvikunnar er loksins komið að því vinnutími félagsmanna fari að styttast. Samtal um hvernig eigi að stytta eru farin í gang á fjölmörgum vinnustöðum og á nokkrum vinnustöðum er vinnunni lokið ... hér á vef BSRB. Þá má benda á vefinn betrivinnutimi.is þar sem hægt er að sækja ýmsan fróðleik.
Stytting vinnuvikunnar verður stærsta breytingin á vinnutíma
82
október í síðasta lagi og styttingin að taka gildi frá 1. janúar í síðasta lagi, þó margir vinnustaðir muni vonandi byrja fyrr. Breytingar á vinnutíma vaktavinnufólks eru flóknari og munu þær taka gildi 1. maí 2021.
Fæðingarorlof lengt
83
Starfsfólk í vaktavinnu mun geta stytt vinnuviku sína úr 40 stundum í 36, og í einhverjum tilvikum allt niður í 32, samkvæmt samkomulagi um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki sem náðist milli BSRB og viðsemjenda bandalagsins hjá ríkissáttasemjara á miðvikudagskvöld. Áður hafði náðst samkomulag um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu í allt niður í 36 stundir.
Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar með þessum hætti verða mestu vinnutímabreytingar á íslenskum vinnumarkaði í næ
84
Samkomulag náðist í gærkvöldi í kjarasamningsviðræðum BSRB við viðsemjendur um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu. Þetta er stór áfangi í átt að því að ljúka gerð kjarasamnings, en áður hafði samkomulag náðst um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu.
Samkomulagið var staðfest seint í gærkvöldi með fyrirvara um að samningar náist um önnur málefni sem út af standa. Þar sem viðræður eru enn í gangi er ekki tímabært að upplýsa hvað felst í samkomulaginu á þessu stigi. Það verður
85
Vinnu við útfærslu á styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar hjá vaktavinnufólki hélt áfram í húsnæði ríkissáttasemjara alla helgina. Verkinu miðaði hraðar áfram en áður en niðurstaða er ekki í sjónmáli.
Krafan um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar er ein af stærstu kröfum BSRB í kjarasamningsviðræðunum. Þegar hefur náðst áfangi með samkomulagi um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu en eftir stendur útfærsla hjá vaktavinnufólki. Kjarasamningar þorra aðildarfélaga
86
Fulltrúar BSRB hafa setið á fundi ásamt viðsemjendum í húsakynnum ríkissáttasemjara í allan dag og hafa fundir verið boðaðir alla helgina til þess að freista þess að ná saman um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnufólk.
„Það eru allir aðilar sammála um að nú ætlum við að gera atlögu að því að klára þessa umræðu um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Krafan um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar er ei
87
störf sín að kröfu atvinnurekanda, eigi að teljast til vinnutíma.
Í málinu hafði flugvirki hjá Samgöngustofu stefnt íslenska ríkinu og sett fram þessa viðurkenningarkröfu. Þannig fór viðkomandi fram á að sá tími frá því hann yfirgaf heimili sitt ... og þar til hann komst á áfangastað erlendis, og öfugt, væri vinnutími sem ætti að greiða fyrir. Fyrir héraðsdómi hafði dómstóllinn leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem taldi þá vinnutímatilskipun sem hefur verið innleidd hér á landi og lögfest ... með vinnuverndarlögunum tryggja þennan rétt. Héraðsdómur hafði því komist að þeirri niðurstöðu að ferðatími starfsmanns á vegum vinnu sinnar til annars áfangastaðar en hefðbundinnar starfsstöðvar teljist vera vinnutími hans og eins og áður segir staðfesti Landsréttur ... heldur en lög tryggja voru þau ekki talin geta gilt gagnvart starfsmanninum.
Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart en er þó fagnaðarefni. BSRB hefur lengi haldið því fram að ferðatími á vegum vinnu sé vinnutími starfsfólks og vísað til erlendra dómafordæma
88
Við gerð síðustu kjarasamninga var samið um Betri vinnutíma vaktavinnufólks. Í því fólst að fjölga vaktaálagstegundum, auka vægi vakta utan dagvinnumarka og að greiddur yrði sérstakur vaktahvati sem tekur mið af fjölbreytileika vakta og tíðni ... mætinga starfsfólks. Meginmarkmiðið í breytingum á launafyrirkomulagi og vinnutíma var að tryggja að þau sem ganga þyngstu vaktirnar fái mestu umbunina og koma þannig betur til móts við þarfir vaktavinnufólks og minnka skaðleg áhrif vaktavinnu á heilsu ... vaktavinnufólks. Arna Jakobína segir jafnframt að í komandi kjarasam ningum verði áhersla lögð á að skoða hvað má betur fara til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með Betri vinnutíma. "Áherslur BSRB munu snúa að því að standa vörð ... um þau leiðarljós að öryggi starfsfólks og skjólstæðinga verði aukið, vaktavinna verði eftirsóknarverðari, vinnutími og laun taki mið af vaktabyrði og verðmæti staðins tíma. Auk þess að bæta andlega, líkamlega og félagslega heilsu starfsfólks í vaktavinnu og auka
89
Kjaraviðræður BSRB við viðsemjendur hafa haldið áfram undanfarið. Viðræður hafa heldur þokast í rétta átt þó hægt hafi gengið. Enn á eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða.
Kjarasamningar flestra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá því í byrjun apríl og viðræður við viðsemjendur staðið yfir síðan. BSRB fer með samningsumboð í ákveðnum málaflokkum en aðildarfélög bandalagsins semja hvert fyrir sig um laun og ýmis s
90
neikvæð áhrif á samþættingu fjölskyldulífs og vinnu. BSRB stefnir á að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 án launaskerðingar. Rannsóknir sýna að hægt sé að stytta vinnutímann með þessum hætti án þess að það bitni á framleiðni starfsmanna.
BSRB
91
Krafan um styttingu vinnutíma verður sífellt háværari í samfélaginu og fleiri eru farnir að taka undir sjónarmið BSRB um að stytta eigi vinnuvikuna í 36 stundir, án launaskerðingar.
Það er ekki tilviljun enda af sem áður ... . Röksemdir um lengd kaffitíma á vinnustað eða meintan misskilning á samanburði á vinnutíma milli landa munu ekki breyta þessari staðreynd og þeirri streitu sem foreldrar á vinnumarkaði upplifa.
Þær röksemdir eru ekki heldur til þess fallnar ... kvenna er meiri en í nokkru öðru landi en þriðjungur þeirra er í hlutastörfum. Þá vinna karlar lengri vinnuviku en konur. Rannsóknir benda til að ábyrgð kvenna á fjölskyldu og börnum sé ein megin ástæðan fyrir þessu. Styttri vinnutími kvenna hefur áhrif ... fjarveru vegna veikinda eða annarra neikvæðra áhrifa á líkamlega og andlega líðan. Í gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) er skýrt að Íslendingar vinna fleiri klukkustundir á viku en fólk í nágrannalöndunum. Þrátt fyrir langan vinnutíma ... afköstum við ekki meiru en aðrar þjóðir.
Kynslóðamunur á viðhorfum.
Meðal þess sem eykur afköst og þar með framleiðni er starfsánægja. Niðurstöður tilraunaverkefnis BSRB og Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutíma sýnir að starfsánægja
92
til að hafa sveigjanleika til að sinna heimili og uppeldi barna, en þar axla konur enn þann dag í dag ríkari ábyrgð en karlar.
Þá er mikill meirihluti þeirra sem starfa við umönnun og í heilbrigðisgeiranum konur. Þær kjósa almennt að minnka vinnutímann til að draga ... úr álagi og jafna sig milli vakta. Þannig taka þær á sig ábyrgðina af því að tryggja andlegt og líkamlegt heilbrigði og koma í veg fyrir fjarveru vegna neikvæðra áhrifa vinnutímans.
Viðhorf Íslendinga til vinnu er að taka breytingum. Yngsta ... kynslóðin á vinnumarkaði, karlar jafnt sem konur, leggur ríka áherslu á sveigjanlegan vinnutíma og velur sér störf eftir því. Eftir stendur spurningin um hvernig við sem samfélag ætlum að mæta þessum breyttu áherslum.
BSRB hefur barist
93
og því lýkur. Fæðingarorlofskerfið þarf að virka hvetjandi á báða foreldra að taka jafn langan tíma með barninu.
Stefnt að 36 tíma vinnuviku.
Vinnutíminn er einnig stór þáttur í því hversu erfitt getur reynst að samþætta fjölskyldulífið ... vinnunni. Stefna BSRB er sú að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 án þess að laun skerðist. Rannsóknir benda til þess að hægt er að stytta vinnutímann með þessum hætti án þess að það bitni á framleiðni.
Til að vinna þessu stefnumáli brautargengi
94
í frétt á vef EPSU – Evrópskra heildarsamtaka opinberra starfsmanna..
Þar kemur einnig fram að vinnuvika opinberra starfsmanna verður stytt á nýjan leik í 35 stundir frá 1. júlí næstkomandi. Þar með verður vinnutími hjá hinu opinbera á Írlandi
95
Fræðslusetrið Starfsmennt stendur fyrir námskeiði um betri tímastjórnun tengt styttingu vinnuvikunnar þriðjudaginn 27. apríl milli klukkan 13 og 15.
Á námskeiðinu verður meðal annars fjallað um algenga tímaþjófa, forgangsröðun, skipulagningu og áætlanagerð ásamt truflanir af ýmsum toga. Þeir sem taka þátt í námskeiðinu munu geta tileinkað sér betra skipulag og forgangsröðun verkefna og munu læra að finna meiri tíma fyrir mikilvægustu verkefnin.
Námskeiðið, eins og önnur þjónus
96
Upplýsingavefur BSRB um styttingu vinnuvikunnar, styttri.is, var sigurvegarinn í flokknum besti íslenski frétta- og upplýsingavefurinn á Íslensku vefverðlaununum 2021 sem afhent voru á föstudaginn.
Það var Hugsmiðjan sem hannaði vefinn fyrir BSRB, en markmiðið var að setja fram á skýran og hnitmiðaðan hátt allt um styttingu vinnu
97
Ísland er eina Evrópuríkið sem hefur tekist að stytta vinnutíma launafólks verulega á síðustu árum. Stytting vinnuvikunnar á Íslandi gerðist ekki af sjálfu sér heldur var samið um hana í kjarasamningum 2020 eftir langt ferli, tilraunaverkefni ... vinnutíma í Evrópu. . Stytting vinnuvikunnar á Íslandi og reynslan af innleiðingu hennar hefur vakið heimsathygli. Fjöldi landa hefur verið að prófa sig áfram með styttri vinnuviku og vísa til Íslands sem fyrirmyndar ... ) .. . .
.
Stytting vinnuviku mikilvægt jafnréttismál. BSRB setti styttingu vinnuvikunnar fyrst á dagskrá árið 2004 og hefur frá 2012 haft það að skýru markmiði að stytta vinnutíma fólks frá 40 klukkustundum í 35 klukkustundir ... sem tóku þátt.. . Þrátt fyrir jákvæðar niðurstöður tilraunaverkefna þurfti að beita launagreiðendur miklum þrýstingi við gerð kjarasamninganna 2020 til að fá breytingar á skipulagi vinnutíma samþykktar ... og styttingu vinnuvikunnar í allt að 36 vinnustundir á viku. Baráttan skilaði þó árangri og stytting vinnuvikunnar raungerðist á Íslandi..
. Söguleg breyting á vinnutíma. Þótt innleiðing styttingar vinnuviku hafi ekki gengið
98
Framkvæmdastjóri BSRB á sæti í stýrihóp verkefnisins sem er ætlað að meta árangur af styttingu vinnutíma m.a. út frá gæði þjónustunnar sem veitt er og líðan starfsfólks.
„Það er gríðarleg ánægja með verkefnið meðal starfsmanna hér,“ segir Halldóra ... en að sjálfsögðu hefur það áhrif þegar 35 manns ganga út á hádegi á föstudegi. En á móti erum við með neyðarvakt og við sinnum þeim erindum sem til okkar berast. Það kemur fyrir að fólk vinnur utan vinnutíma en það er þá kannski líka fólk sem hefur ekki skilað ... sínum vinnutímum yfir vikuna.“.
Viðtalið við hana má nálgast í heild sinni hér á síðu Fréttatímans.
.
99
Isavia býður nú starfsfólki sem hefur annað tungumál en íslensku að móðurmáli að sækja íslenskunámskeið á vinnutíma. BSRB fagnar þessu framtaki enda ein af þeim kröfum sem settar eru fram í stefnu bandalagsins um menntamál.
Starfsfólki ... Isavia býðst að sækja íslenskunámskeið utan vinnutíma eða á vinnutíma þeim að kostnaðarlausu. Fyrsta námskeiðið hófst þann 11. október síðastliðinn og stendur í átta vikur. Í fyrsta námshópnum eru þrettán einstaklingar af fimm þjóðernum sem koma ... úr mismunandi deildum innan Isavia samstæðunnar.
Í stefnu BSRB um menntamál er lögð áhersla á starfsfólki af erlendum uppruna sé boðin góð kennsla og þjálfun í íslensku, þeim að kostnaðarlausu, þeim sé gert kleift að stunda íslenskunám á vinnutíma
100
Um 230 fulltrúar launafólks og launagreiðenda komu saman á Nordica í gær á vinnufundi um Betri vinnutíma í vaktavinnu til að bera saman bækur, greina hvaða lærdóm má draga af vinnutímabreytingunum og ræða hvar helstu áskoranir og tækifæri liggja ....
Dagskráin hófst með ávarpi Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara. Þá fór verkefnastjórn Betri vinnutíma yfir vinnutímabreytingarnar, innleiðingu og eftirfylgni og Kolbeinn Guðmundsson, formaður matshóps kynnti niðurstöður þeirra mælinga sem farið