61
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest veikindarétt starfsfólks á uppsagnarfresti með dómi sem féll á fimmtudag. Þar var íslenska ríkinu gert að greiða fyrrum starfsmanni vangoldin laun og málskostnað vegna uppsagnar í veikindaleyfi ....
Með dóminum er staðfestur skilningur verkalýðshreyfingarinnar á réttindum starfsfólks sem sagt er upp á meðan veikindum stendur.
Forsaga málsins er sú að umræddum starfsmanni, sem var kennari við menntaskóla, hafði verið sagt ... upp á meðan hann var í veikindaleyfi. Viðkomandi átti kjarasamningsbundinn rétt til 360 veikindadaga en vegna uppsagnar urðu starfslok eftir 260 daga í veikindum.
Það er ekki óheimilt að segja starfsmanni upp í veikindum, en almenna reglan er sú að uppsögn á tíma veikinda geti ... ekki stytt veikindarétt starfsmanna. Afstaða ríkisins var hins vegar sú að ráðning skuli ekki standa lengur en út uppsagnarfrest óháð veikindarétti og þar sem uppsagnarfresturinn náði til skemmri tíma en veikindarétturinn taldi ríkið heimilt að stytta ... veikindaréttinn um 100 daga. Þessu mótmælti starfsmaðurinn og höfðaði mál fyrir dómstólum til að láta reyna á rétt sinn.
Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars að launagreiðandi geti ekki stytt veikindarétt starfsmanns og þar með svipt hann áunnum
62
Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um opinberra starfsmenn á undanförnum vikum. Hefur því meðal annars verið haldið fram, að opinber rekstur sé að þenjast út með tilheyrandi fjölgun opinberra starfsmanna, og að launaþróun þeirra leiði launamyndun ... á atvinnumarkaði. Báðar þessar fullyrðingar eiga sér enga stoð.
Laun á almenna markaðnum hærri.
Því hefur einnig verið haldið fram undanfarið að opinberir starfsmenn hafi hækkað í launum mun meira en starfsmenn á almenna markaðnum. Þeir sem halda ... á mælingar á launasetningu opinberra starfsmanna er sú staðreynd að við styttingu vinnuvikunnar reiknast tímakaup opinberra starfsmanna hærra því vinnan er innt af hendi á færri klukkustundum en áður og hver klukkustund því mæld af Hagstofu Íslands sem hækkun ... BSRB, BHM og KÍ við ríkið frá árinu 2016, á að jafna laun ríkisstarfsmanna við það sem gerist á almenna markaðnum. Á móti gáfu opinberir starfsmenn eftir réttindi sín í lífeyriskerfinu. Stéttarfélögin hafa þannig staðið við sinn hluta samkomulagsins ... en ekki er enn komin niðurstaða í hvernig leiðréttingar á launum opinberra starfsmanna verður háttað. Ljóst er að leiðréttingin mun að minnsta kosti kalla á um 16 prósent leiðréttingu að meðaltali.
Opinberum starfsmönnum fækkar.
Á vef Fjármála
63
sem verkfallsbrot:.
Í verkfalli er meginreglan sú að það starfsfólk sem ekki er í verkfalli sinnir sínum venjulegu störfum og á ekki að gera meira en venjulega. Ekki má setja starfsfólk á aukavaktir eða breyta fyrir fram ákveðnum vinnutíma ... .
Ekki á að breyta skipulagi starfsemi í verkfalli. Ekki er heimilt að hafa sama háttinn á og þegar um veikindi, sumarfrí eða önnur frí starfsfólks er að ræða og starfsfólk er fært til. Þannig er ekki heimilt að færa börn, nemendur eða starfsfólk á milli deilda ... , bekkja eða starfsstöðva.
Skólastjórar eru æðstu stjórnendur í skólum og hafa heimild til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Aðrir starfsmenn hafa ekki þá heimild.
Ef deildarstjóri á leikskóla er í KÍ skal sú deild vera lokuð ... .
Starfsfólki skóla sem ekki er í verkfalli er óheimilt að taka eigin börn með sér í skólann á meðan verkfallið stendur ef barnið fær ekki ekki að mæta í skólann vegna verkfalls.
Vakni grunur um eða eigi sér stað verkfallsbrot skulu
64
Sameyki kynnti valið á Stofnun ársins 2020 í gegnum streymi í gær, en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna í könnun Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu ... til um 12 þúsund starfsmanna í opinberri þjónustu, bæði hjá ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögunum og sjálfseignarstofnunum. Hún er unnin í samstarfi við Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði ... fyrirmyndarstofnanir er að hvetja stjórnendur til að gera vel í starfsmannamálum og að auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsmanna á vinnustöðum.
Niðurstöðurnar voru kynntar að loknu vel heppnuðu málþingi um framtíðarvinnumarkaðinn sem haldið var í tengslum ... og hvernig styðja má við starfsfólk og stjórnendur á umbreytingatímum. .
Eftirfarandi stofnanir hljóta titilinn Stofnun ársins og Stofnun ársins – borg og bær en þeim er skipt niður eftir stærð stofnunarinnar. .
Stofnun ársins 2020 - borg og bær ... .
Norðlingaskóli (50 starfsmenn eða fleiri)
Aðalskrifstofa Akraneskaupstaðar (Færri en 50 starfsmenn)
Hástökkvari ársins 2020 .
Umhverfis-og skipulagssvið Reykjavíkurborgar
Stofnun ársins 2020 - ríki
65
Samtök atvinnulífsins vita vel að opinberum starfsmönnum hefur í raun lítið fjölgað undanfarið. Staðreyndin er sú að landsmönnum fjölgar og þar með eykst þörfin fyrir starfsfólk í almannaþjónustunni. Því fjölmennari sem þjóðin er og því meira sem fólk ... eldist þurfum við fleira starfsfólk í umönnun og heilbrigðiskerfinu. Þegar afbrotunum fjölgar þarf fleiri lögreglumenn til starfa.
Tölurnar tala sínu máli. Ef fjöldi opinberra starfsmanna er skoðaður sem hlutfall af landsmönnum öllum sést ... verið fjallað um laun opinberra starfsmanna og látið að því liggja að þau séu hærri en annarsstaðar tíðkast. Þar er einnig talað gegn betri vitund. Því til staðfestingar þarf ekki að gera annað en að skoða samanburð á grunnlaunum starfsfólks innan heildarsamtaka ... Hverjir eru þessir óteljandi opinberu starfsmenn sem sitja eins og baggi á íslensku þjóðinni? Að þessu spyrja Samtök atvinnulífsins, þó samtökin orði reyndar spurninguna með aðeins penni hætti. Þau spyrja hvernig standi á því að opinberum ... starfsmönnum fjölgi meðan launafólki á almennum vinnumarkaði fækki.
Spurningin er ekki sett fram af því þessi hagsmunasamtök stærstu fyrirtækja landsins skorti svarið. Svarið liggur nefnilega í augum uppi. Spurningin er sett fram sem áróðursbragð
66
Starfsfólk sem hefur verið í framlínunni í heimsfaraldrinum á Írlandi fær sérstakar 145 þúsund króna skattfrjálsar álagsgreiðslur auk þess sem vinnuvikan hjá starfsfólki hins opinbera verður stytt í 35 stundir.
Þeir sem eiga rétt ... í frétt á vef EPSU – Evrópskra heildarsamtaka opinberra starfsmanna..
Þar kemur einnig fram að vinnuvika opinberra starfsmanna verður stytt á nýjan leik í 35 stundir frá 1. júlí næstkomandi. Þar með verður vinnutími hjá hinu opinbera á Írlandi ... til þar sem stjórnvöld vildu sýna í verki þakklæti í garð starfsfólks sem mikið hefur mætt á í heimsfaraldrinum. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta við almennum frídegi til að heiðra starfsfólk fyrir þær fórnir sem það færði í faraldrinum, þann 18. mars næstkomandi
67
starfsfólki sínu eftir því hvaða stéttarfélagi það tilheyrir og að ríkið verði að ganga til samninga með hliðsjón af því sem gerðardómur taldi sanngjarnar kjarabætur fyrir aðra starfsmenn ríkisins.
Ályktun stjórnar BSRB má lesa í heild sinni ... á þeirri mikilvægu almannaþjónustu sem starfsfólk ríkisins sinnir.
Eftir vinnustöðvanir og verkföll annarra félaga opinberra starfsmanna síðastliðið vor tók ríkisstjórnin ákvörðun um að setja lög á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ... á vilja þeirra en vill svo ekki una niðurstöðu dómsins gagnvart öðrum starfsmönnum ríkisins, jafnvel þótt það starfsfólk starfi í mörgum tilfellum við hlið þeirra sem falla undir ákvörðun gerðardóms.
Þær kjarabætur sem ríkið hefur boðið ... þegar í stað frá kjarasamningum við starfsfólk sitt sem margt hefur verið með lausa samninga í rúmlega hálft ár. Það er sanngjörn og eðlileg krafa að ríkisstjórnin veiti samninganefnd sinni skýrt umboð til að klára samninga svo forða megi frekari röskun ... kvað upp sinn úrskurð hefur samninganefnd ríkisins ekki sýnt af sér nokkurn vilja til að klára samninga við ríkisstarfsmenn í anda þess sem gerðardómur úrskurðaði að væri sanngjarnt. Ríkið setti kjaradeilu hluta starfsmanna sinna í gerðardóm þvert
68
hefur lífeyriskerfi opinberra starfsmanna verið fullfjármagnað og verður það hér eftir sjálfbært. Til að svo megi verða leggja ríki og sveitarfélög samtals um 120 milljarða króna í sérstaka lífeyrisaukasjóði. Legið hefur fyrir lengi að fyrirkomulag lífeyrismála ... opinberra starfsmanna væri ósjálfbært og því ljóst að óbreytt ástand gæti ekki gengið áfram.
Engin breyting fyrir sjóðfélaga.
Það hefur verið markmið BSRB og annarra bandalaga opinberra starfsmanna frá upphafi að tryggja réttindi núverandi ... sjóðfélaga og að gæta hagsmuna þeirra félagsmanna sem nýtt kerfi mun ná til. Samkomulagið nær til þeirra sem greitt hafa í A-deild LSR (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins) og Brúar (Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga). Með því er tryggt að þeir halda ... lífeyrisaldur opinberra starfsmanna hækkaður úr 65 árum í 67. Þrátt fyrir það er tryggt að núverandi sjóðfélaga haldi öllum sínum réttindum og geti eftir sem áður farið á eftirlaun 65 ára, kjósi þeir að gera það.
Launakjör verða jöfnuð.
BSRB, eins og önnur bandalög opinberra starfsmanna, hefur lagt þunga áherslu á að samhliða breytingum á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna verði launakjör þeirra jöfnuð við það sem þekkist á almenna markaðinum. Í því samkomulagi sem nú
69
og þeir höfðu gert um áratuga skeið, á grundvelli þess að það sé nú bannað vegna nýrra reglna um persónuvernd. Yfir þessu hefur starfsfólk kvartað og þá sérstaklega þeir sem hafa ekki vanið sig við notkun á heimabanka. Þessir starfsmenn hafa þá átt í erfiðleikum ... breytt sínum vinnuferlum og venjum í þeim tilgangi að vernda persónuupplýsingar en sumir hafa þó gengið töluvert lengra en þörf er á.
Einhverjir atvinnurekendur hættu til að mynda að prenta út launaseðla starfsmanna sinna og afhenda þeim þá, eins ... með að nálgast launaseðla sína vegna breyttra aðferða vinnuveitanda.
Í kjarasamningum er almennt fjallað um rétt starfsmanna til þess að fá launaseðla senda á heimili sitt á pappírsformi. Þeir atvinnurekendur sem hafa talið sig ekki geta uppfyllt ... þá skyldu sína samkvæmt ákvæði kjarasamningsins hafa borið því við að slík vinnsla sé til þess fallin að stefna persónuupplýsingum í hættu. Það er hins vegar misskilningur og er vel hægt að uppfylla almenn skilyrði fyrir vinnslu þó starfsmönnum sé afhentur ... launaseðill á pappírsformi. Til dæmis er hægt að óska eftir skriflegum samþykki starfsmanns um að slíkt sé gert. Með því móti liggur fyrir samþykki starfsmanns og vinnuveitandi einungis að uppfylla ósk starfsmanns um að fá launaseðil sendan heim eða afhentan
70
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga. Sjóðurinn hefur einnig opnað nýja heimasíðu ... , lifbru.is. . Eins og nafnið gefur til kynna ávaxtar lífeyrissjóðurinn ávaxtar lífeyri starfsmanna hjá sveitarfélögunum. Sjóðurinn var stofnaður 28. júlí 1998 með samningi á milli annars vegar BSRB, BHM, Kennarasambands Íslands (KÍ) og hins vegar ... Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjóðurinn er tíundi stærsti lífeyrissjóðurinn á landinu. Hann hefur umsjón með rekstri Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. . Í tilkynningu frá sjóðnum segir ... að ákveðið hafi verið í kjölfar stefnumótunarvinnu stjórnar og starfsmanna sjóðsins að finna nýtt og þjálla heiti fyrir sjóðinn, nýja ásýnd og að uppfæra heimasíðu sjóðsins. . Lýsandi heiti fyrir lífeyrissjóð. „Brú er lýsandi ... fjölbreyttu verkefnum sem sjóðfélagar sinna í samfélaginu. Þá er Brú gott heiti á sjóði, sem ávaxtar lífeyri starfsmanna sveitarfélaga um allt land og minnir á þær fjölmörgu brýr sem tengja sveitarfélögin hvort sem átt er við samgöngur eða samstarf
71
og fjallað er um í Fréttablaðinu í dag. Ánægjan er mun meiri hjá starfsfólki ríkis og sveitarfélaga en starfsfólks á almennum vinnumarkaði.
Alls segjast um 64 prósent opinberra starfsmanna mjög eða frekar ánægð með styttinguna. Þá segjast um 17 ... stéttarfélög opinberra starfsmanna sömdu um að styttingin yrði sjálfkrafa tekin upp á öllum vinnustöðum. Fram kemur í könnuninni að styttingin hefur ekki verið innleidd á vinnustöðum 21 prósents svarenda.
Stytting vinnuvikunnar hjá opinberu starfsfólki ... Nærri tveir af hverjum þremur opinberum starfsmönnum eru ánægðir með styttingu vinnuvikunnar samkvæmt könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið ... prósent hvorki ánægð né óánægð og um 18 prósent segjast mjög eða frekar ósátt.
Ánægjan með styttingu vinnuvikunnar er mun meiri hjá starfsmönnum hins opinbera en á almenna vinnumarkaðinum. Þannig segjast um 44 prósent ánægð með styttinguna ... sem vinnur í dagvinnu tók gildi um síðustu áramót en hjá starfsfólki í vaktavinnu tók styttingin gildi í byrjun maí síðastliðins.
Í könnun Prósent fyrir Fréttablaðið kemur einnig fram að konur eru mun ánægðari með styttinguna en karlar. Þegar svör
72
og starfsfólk. Þrátt fyrir góðan vilja öflugs hóps starfsmanna er útilokað annað en að fjársveltið sem spítalinn hefur mátt búa við skerði þá þjónustu sem hægt er að veita og að heilbrigðiskerfi landsmanna verði þar með verra.
Starfsfólk Landspítalans ... , þar með talið stórra hópa innan BSRB sem starfa á Landspítalanum. Það er dapurt innlegg inn í þær kjaraviðræður að skera enn meira niður hjá þjóðarsjúkrahúsinu, fækka starfsfólki og auka enn frekar álagið á þá starfsmenn sem eftir eru.
Stjórn BSRB ... úr því gríðarlega álagi sem verið hefur á starfsfólk hans.
Forstjóri Landspítalans hefur sagt að spítalann vanti um 3 milljarða króna til að viðhalda óbreyttum rekstri og því þurfi bæði að fækka starfsfólki og lækka laun. Staða spítalans var grafalvarleg ... fyrir, skortur á starfsfólki og álag á þá sem þar starfa gríðarlegt.
„Með því að halda þjóðarsjúkrahúsinu í fjársvelti er verið að grafa undan opinbera heilbrigðiskerfinu. Það er í beinni andstöðu við vilja þjóðarinnar, sem sýndi þann vilja meðal annars ... á öllum sviðum hefur búið við gríðarlegt álag um langt skeið og þurft að hlaupa hraðar til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Það hefur haft alvarlegar afleiðingar. Starfsfólk hefur hrökklast úr starfi, nýliðun gengur illa og veikindi eru algengari
73
BSRB.
Gríðarlegt álag hefur verið á þessu starfsfólki, eins og öðrum starfsmönnum í heilbrigðisþjónustunni. Nú þegar mikilvægi þeirra starfa ættu að vera öllum ljós ættu stjórnendur stofnunarinnar að leggja sig fram við að bæta kjör ... BSRB mótmælir harðlega áformum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að segja upp öllu starfsfólki í ræstingum á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Stéttarfélögum hefur verið tilkynnt um að fyrirhugað sé að leggja niður starfsemi ... við ræstingar og fara í útboð á þjónustunni á næstu vikum.
„Það er skammarleg ákvörðun að segja upp starfsfólki sem hefur lagt líf og heilsu að veði í framlínunni í baráttunni við kórónaveiruna undanfarnar vikur,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður ... til hagræðingaaðgerða sé fyrst horft til tekjulægsta hópsins,“ segir Sonja. Hún segir að málið verði rætt á fundi sínum með forsætisráðherra á mánudag og að óskað hafi verið eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að ræða starfsöryggi og starfsumhverfi starfsfólks ... heilbrigðisstofnana.
Ef tilgangurinn með því að segja upp þessum hópi er sparnaður er ljóst að stofnunin mun ekki ná honum fram á næstu árum. Eins og lög gera ráð fyrir þegar rekstur er tekinn yfir af öðrum aðila ber að tryggja starfsmönnunum störf á óbreyttum
74
á vaktavinnustöðum mun taka gildi 1. maí næstkomandi. Nú eiga starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem ekki eru í fullu starfshlutfalli að hafa fengið boð um að hækka starfshlutfallið. Þannig getur starfsfólkið haldið svipuðum tímafjölda en hækkað laun sín, oft ... Undirbúningur fyrir styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu heldur áfram. Í því ferli á að bjóða öllu starfsfólki í vaktavinnu sem vinnur hlutastörf að hækka starfshlutfall sitt samhliða styttingu vinnuvikunnar.
Stytting vinnuvikunnar ... umtalsvert.
Það er réttur starfsfólks í hlutastarfi í vaktavinnu að auka við sig starfshlutfallið sem nemur styttingunni. Þrátt fyrir það mun það starfsfólk sem ákveður að fara þessa leið öllu jöfnu vinna færri stundir á mánuði en það gerir í dag ... sem hægt er að horfa á hér..
Starfsfólki sem vinnur í vaktavinnu hjá ríki eða sveitarfélögum og er í hlutastarfi en hefur ekki fengið boð um að hækka starfshlutfall sitt er bent á að hafa samband við sinn stjórnanda. Stéttarfélag viðkomandi getur einnig
75
Á móti missa vinnustaðirnir tengingu við þennan hóp starfsmanna. Þegar starfsfólk í ræstingum, mötuneytum og annarri stoðþjónustu er hluti af starfshópi stofnunar tekur það þátt í starfsemi stofnunarinnar, svo sem stefnumótun og gæðavinnu, sem er augljós ... Á sama tíma og stjórnvöld grípa til aðgerða til að sporna gegn gríðarháu atvinnuleysi í heimsfaraldri kórónaveirunnar berast fréttir af opinberum stofnunum sem hafa ákveðið að segja upp lægst launaðasta starfsfólkinu sínu í hagræðingarskyni ....
Fréttir af uppsögnum eða fyrirhuguðum uppsögnum hafa þegar borist frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Seltjarnarnesbæ og Hveragerði. Ekki er verið að hætta með þjónustuna sem starfsfólk mötuneyta og starfsfólk sem sinnir ræstingum veitir heldur verður ... starfsfólks og bjóða upp á lakari starfsaðstæður. Til að ná fram sparnaði þarf að láta fólk hlaupa enn hraðar í vinnu eða skila verra dagsverki.
Reynslan sýnir að ef á annað borð næst fram sparnaður með slíkum aðgerðum er það yfirleitt til skamms tíma ... . Fyrirtæki og stofnanir leituðust við að spara með því að hafa færra starfsfólk, með lakari starfsskilyrði og þar af leiðandi minni hvatningu í starfi.
Fjölmargir horfið frá einkavæðingu.
Niðurstöðurnar gætu ekki verið skýrari og ættu
76
vinnutímanefnd svo greiningu á starfseminni. Að því loknu var farið í umbótasamtal meðal starfsmanna. Í kjölfar fundarins var einnig boðið upp á sérstakt umbótasamtal með starfsfólki á einstökum sviðum Skógræktarinnar.
„Í þessu umbótasamtali lögðum ... Kóvid-faraldurinn getur haft áhrif á innleiðingu styttingu vinnuvikunnar en hjá Skógræktinni lét starfsfólkið lét faraldurinn ekki stoppa sig í því að vinna þetta verkefni vel og stytta vinnuvikuna í 36 stundir.
Skógræktin fylgdi vel ... við mikla áherslu á að við viljum ekki að starfsfólkið okkar sé að hlaupa hraðar heldur viljum við hjálpa okkar fólki að nýta tímann í vinnunni betur,“ segir Björg. „Það voru langsamlega flestir mjög jákvæðir gagnvart því að stytta vinnuvikuna en fólkið ... þar með vinnuviku starfsfólks úr 40 stundum í 36. Flest starfsfólk tekur styttinguna út vikulega, á föstudögum, en einhverjir taka hana út með einum frídegi aðra hverja viku, einnig á föstudögum. Nýtt skipulag með styttri vinnuviku tekur gildi hjá Skógræktinni strax ... í byrjun desember og er unnið eftir því til reynslu til 1. ágúst 2021.
Áfram matur og kaffi.
Björg segir að með breytingunum verði neysluhlé starfsfólks á forræði stofnunarinnar og það eigi því ekki lengur 30 til 35 mínútna hádegishlé
77
eða skerði laun starfsfólks.
Útfærsla styttingarinnar er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem allir vinna saman að góðri lausn fyrir sig og sinn vinnustað. Útfærslurnar eru margar og misjafnar en allar miða þær að því að stytta ... vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir, í síðasta lagi fyrir árslok 2020.
Í umræðunni um styttingu vinnuvikunnar hefur gætt ákveðins misskilnings þess efnis að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn í hálfgerðu akkorði, án hefðbundins matar ... - og kaffihlés. Þetta er ekki rétt og það vonast ég til að leiðréttist hér með.
Meginmarkmiðið með breytingunum er að starfsfólk og stjórnendur finni leið til að skipuleggja vinnutímann betur. Hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað ... . Til þess að stytta vinnuvikuna niður í 36 tíma má hins vegar gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri úrfærslu sem gerir ráð fyrir að neysluhléin séu hluti af vinnutíma „á“ starfsmaðurinn ... ekki lengur sinn hádegismat. Þetta þýðir til dæmis að hann getur ekki farið af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta, en vinnuveitandi getur aldrei fellt þessi neysluhlé niður, starfsmaðurinn á rétt á hefðbundnum neysluhléum eftir sem áður. Markmiðið
78
Ríkið fellst ekki á túlkun BSRB og annarra heildarsamtaka launafólks á því hvernig standa skuli að skráningu orlofs þegar starfsfólki er gert að sæta sóttkví og telur að starfsfólk eigi ekki rétt á að fresta orlofstöku sé því gert að sæta sóttkví ....
BSRB, Alþýðusamband Ísland, Bandalag háskólamanna, Félag Íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands og Læknafélag Íslands sendu nýlega erindi á Kjara- og mannauðssýslu ríkisins til að freista þess að skýra réttarstöðu starfsfólks sem gert ... hefur verið að sæta sóttkví í orlofi sínu. Í bréfinu kom fram að fjölmörg dæmi eru um að stofnanir ríkisins hafi neitað að breyta orlofsskráningu hjá starfsfólki sem þurft hefur að sæta sóttkví, sem að mati heildarsamtakanna stenst hvorki lög né ákvæði kjarasamninga ....
Það er mat heildarsamtakanna og verkalýðsfélaganna að sóttkví í orlofi megi jafna við veikindi í orlofi. Þar er skýrt að veikist starfsfólk í orlofi telst sá tími sem það er veikt ekki til orlofs. Þá er bent á að niðurstaða Kjara- og mannauðssýslu ríkisins ... samræmist ekki markmiðum laga um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga í sóttkví. Með því að halda orlofsskráningu til streitu sé komið í veg fyrir að starfsfólkið geti sótt um greiðslu launa í sóttkví.
Nú þegar stjórnvöld hafa enn á ný hert
79
Samningafundur SFR, FFR og LSS við Isavia þar sem þess var freistað að ná samningum áður en verkfall skellur á í nótt bar ekki tilskyldan árangur. Mikill hugur er í starfsmönnum Isavia en stór meirihluti þeirra samþykkti verkfall (88 ... %), sem mun ná til alls 450 starfsmanna á flugvöllum um land allt. Starfsmennirnir sem um ræðir eru m.a. öryggisverðir á Keflavíkurflugvelli, skrifstofufólk og starfsmenn í björgunar- og viðbragðsþjónustu á flugvöllum um allt land, en starfsmennirnir tilheyra
80
Stéttarfélög starfsmanna í Sunnuhlíð lýsa yfir þungum áhyggjum af rekstrarstöðu Sunnuhlíðar, sem virðist vera á leiðinni í þrot. Málefni aldraðra eru óumdeilanlega á ábyrgð ... ríkisins og það er stjórnvalda að tryggja jafnvægi og öryggi þessa hóps, án undanbragða. Ef ríkið tekur ekki við rekstri Sunnuhlíðar munu íbúar þar missa heimili sín og fjölmargir starfsmenn missa atvinnu sína. Stjórnendur Sunnuhlíðar hafa ítrekað vakið ... athygli á erfiðri rekstrarstöðu heimilisins án árangurs. Skapast hefur óviðeigandi ástand fyrir starfsmenn og íbúa heimilisins..
Það er með öllu ólíðandi að málið skuli vera komið ... á þetta stig og útlit fyrir að óvissan muni hanga yfir íbúum og starfsmönnum yfir hátíðarnar. Rekstur Sunnuhlíðar er kominn í þrot, stjórnvöld þurfa að taka við sér og axla ábyrgð sína. Félögin hvetja heilbrigðisráðherra til þess að leysa mál Sunnuhlíðar ... farsællega fyrir íbúa og starfsmenn, án tafar..
Undirrituð stéttarfélög starfsmanna í Sunnuhlíð hafa sent eftirfarandi bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðissonar vegna vanda