1
Sumarfrístíminn er genginn í garð og líklega eru margir félagsmenn BSRB búnir að skipuleggja orlofið sitt. Um orlof er fjallað í orlofslögum og í kjarasamningum, en réttur til orlofs var lengi vel eitt af helstu baráttumálum ... verkalýðshreyfingarinnar. Nú er orlof hluti af grundvallarréttindum alls vinnandi fólks enda mikilvægt fyrir heilsu og hamingju að taka frí frá störfum í töluverðan tíma og ná hvíld og endurheimt starfsorku.
Lágmarksorlof fyrir fólk í fullu starfi er 24 dagar ... við mismunun á grundvelli aldurs tekur gildi 1. júlí 2019 og er því líklegt að ákvæðum kjarasamnings um lengra orlof vegna hærri lífaldurs verði breytt í þeim viðræðum sem standa yfir núna. Orlof reiknast á öll laun, þannig ef viðkomandi starfsmaður vinnur ... yfirvinnu sem er misjöfn eftir mánuðum skal hann fá orlofslaun reiknuð ofan á þá yfirvinnu, oftast á bilinu 10,17 prósent til 13,04 prósent.
Atvinnurekandi á að verða við óskum starfsmanna um hvenær þeir vilja taka orlof nema sérstakar aðstæður ... í starfseminni hamli því. Starfsmenn eiga rétt á að fá að minnsta kosti 20 daga orlof á sumartímanum, frá 1. maí til 15. september, og ef það er mögulegt skulu þeir eiga rétt á að taka allt orlofið í heilu lagi þá. Í flestum kjarasamningum eru ákvæði um að orlof
2
Nýlegur dómur Evrópudómstólsins bendir til þess að íslenskir dómstólar hafi ranglega látið kröfur starfsmanna vegna orlofs falla niður vegna tómlætis. Dómurinn er skýr um það að atvinnurekendum ber að tryggja að starfsmenn fái upplýsingar ... um ótekið orlof og frítökurétt.
Hér á landi gilda tvær tilskipanir Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins sem fela í sér tiltekin réttindi launafólks. Annars vegar tilskipun nr. 89/391 um aukið öryggi og heilbrigði launafólks og hins vegar ... á launaseðli starfsmanns.
Þegar starfsmaður á ótekið orlof hafa íslenskir dómstólar talið það geta hafa fallið niður fyrir tómlæti þar sem starfsmaður krafðist þess ekki að fá það greitt eða tekið út fyrr en seint og síðar meir. Umræddur starfsmaður ... vissi ef til vill ekki að hann ætti inni ótekið orlof eða uppsafnaðan frítökurétt þar sem ekkert kom fram um slíkt á launaseðli og upplýsingagjöf atvinnurekanda var ef til vill ekki nægileg.
Þrátt fyrir það hafa dómstólar talið kröfur vegna slíks ... orlofs fallnar niður vegna tómlætis, það er vegna þess að of langur tími leið frá því réttur til frítöku skapaðist þar til starfsmaður krafðist þess að fá að nýta hann, eða fá orlofið greitt.
Nýlegur dómur Evrópudómstólsins tekur af öll tvímæli
3
Starfsfólk Reykjavíkurborgar og ríkis sem sem átti gjaldfallið orlof þann 1. maí 2019 og starfsfólk sveitarfélaga sem átti gjaldfallið orlof 1. apríl 2020 getur tekið það út í orlofsdögum til 30. apríl 2023. Eftir það fyrnast ... og starfstíma á síðasta orlofsári, sem er tímabilið frá 1. maí til 30. apríl á hverju ári.
Samkvæmt lögum er óheimilt að flytja orlof milli ára. Samkvæmt kjarasamningum við ríkið og Reykjavíkurborg er þó heimilt að flytja orlof til næsta árs ... ef fyrir liggur skrifleg beiðni yfirmanns um að starfsmaður taki ekki orlof sitt á tilsettum tíma. Einnig getur starfsfólk sem var veikt eða í fæðingar- og foreldraorlofi á sumarorlofstímabilinu geymt sitt orlof til næsta árs, óháð því hvort þau starfi hjá ríkinu ... , Reykjavíkurborg eða öðrum sveitarfélögum.
Þrátt fyrir að almenna reglan sé að óheimilt sé að flytja orlof milli ára var í kjarasamningum undantekning sem heimilaði starfsfólki að fresta orlofstöku til næsta árs með samþykki yfirmanns. Þessi undantekning ... var felld út í síðustu kjarasamningum í þeim tilgangi að stuðla að því að fólk taki sitt sumarorlof og fái þannig frí frá störfum árlega.
Samhliða þessari breytingu var réttur þeirra sem þá áttu gjaldfallið orlof tryggður með sérstöku ákvæði
4
Starfsfólk sem ávann sér orlof fyrir gildistöku nýrra kjarasamninga þarf ekki beiðni yfirmanns til að taka hluta þess utan sumarfrístímabilsins og fá þar með 25 prósent lengra orlof þar sem ákvæði kjarasamninga var ekki afturvirkt, samkvæmt ... til þess að allir félagsmenn BSRB eiga nú rétt til 30 launaðra orlofsdaga. Fyrir breytinguna hafði fjöldi orlofsdaga farið eftir lífaldri starfsmanna og þeir elstu áttu einir rétt til 30 daga orlofs. Þetta fól í sér mismunun á grundvelli aldurs.
Samkvæmt orlofslögum ... er orlofsárið frá 1. maí til 30. apríl en í kjarasamningum félaga innan BSRB er tímabil sumarorlofs almennt frá 1. maí til 15. september. Hjá flestum félögum á starfsfólk rétt á því að fá allt sitt orlof á því tímabili og að minnsta kosti 15 daga samfellda ....
Sé orlof eða hluti þess tekið utan sumarorlofstímabils, að skriflegri beiðni yfirmanns, lengist sá hluti orlofsins almennt um 25 prósent. Það er því heimilt að taka orlof utan hins skilgreinda sumarorlofstímabils, en lenging fæst einungis í þeim tilvikum ... sem skrifleg beiðni yfirmanns liggur fyrir.
Fyrir undirritun kjarasamninganna var reglan um lengingu orlofs vegna töku þess utan sumarorlofstímabils með öðrum hætti. Þar var almennt ekki gerð krafa um skriflega beiðni yfirmanns, heldur nægði sú
5
Orlofsuppbót er hluti af öllum kjarasamningum aðildarfélaga BSRB og greiðist annað hvort 1. maí eða 1. júní. Orlofsuppbótin er föst krónutala, á hana bætist ekki orlof, og samið er um hana fyrir hvert og eitt ár þegar kjarasamningar eru gerðir
6
Bann við mismunun á grundvelli aldurs á vinnumarkaði tekur gildi 1. júlí 2019. Bannið gildir meðal annars um ráðningar, aðgengi að starfsmenntun, ákvarðanir í tengslum við laun og önnur starfskjör og uppsagnir. Þar með er óheimilt að hafa aldursákvæði í launatöxtum kjarasamninga og álykta má að óheimilt sé að tengja orlofsrétt við aldur starfsmanna.
Bannið byggir á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði sem tóku gildi í september 2018 sem aftur byggir á Evróputilskipun sem bannar mismu
7
BSRB mun í samstarfi við önnur heildarsamtök launafólks höfða mál gegn ríki og sveitarfélögum vegna túlkunar á því hvernig ber að standa að greiðslum fyrir starfsfólk sem þarf að fara í sóttkví þegar það er í orlofi.
Bæði ríkið ... og sveitarfélögin telja að starfsfólk sem er í orlofi en þarf að fara í sóttkví eigi að ganga á orlofsdaga sína á meðan það er í sóttkví. BSRB og önnur samtök launafólks telja hins vegar að starfsfólk eigi rétt á að fresta orlofstöku sé því gert að sæta sóttkví ... sem gert hefur verið að sæta sóttkví í orlofi sínu. Í svari frá Kjara- og mannauðssýslu kom fram að ekki yrði horfið frá þeirri túlkun að starfsfólk geti ekki frestað orlofi sé því gert að sæta sóttkví.
Þar sem ekki hefur tekist að ná sátt um túlkun
8
Ríkið fellst ekki á túlkun BSRB og annarra heildarsamtaka launafólks á því hvernig standa skuli að skráningu orlofs þegar starfsfólki er gert að sæta sóttkví og telur að starfsfólk eigi ekki rétt á að fresta orlofstöku sé því gert að sæta sóttkví ... hefur verið að sæta sóttkví í orlofi sínu. Í bréfinu kom fram að fjölmörg dæmi eru um að stofnanir ríkisins hafi neitað að breyta orlofsskráningu hjá starfsfólki sem þurft hefur að sæta sóttkví, sem að mati heildarsamtakanna stenst hvorki lög né ákvæði kjarasamninga ....
Það er mat heildarsamtakanna og verkalýðsfélaganna að sóttkví í orlofi megi jafna við veikindi í orlofi. Þar er skýrt að veikist starfsfólk í orlofi telst sá tími sem það er veikt ekki til orlofs. Þá er bent á að niðurstaða Kjara- og mannauðssýslu ríkisins
9
BSRB og önnur heildarsamtök og stéttarfélög opinberra starfsmanna óskar eftir því að stjórnvöld tryggi að starfsfólk ríkisstofnana þurfi ekki að nota orlofsdaga þurfi það að fara í sóttkví í orlofi sínu ....
„Finna má fjölmörg dæmi þar sem ríkisstofnanir hafa svarað starfsfólki sínu þannig að umræddur tími í sóttkví teljist til orlofs, óháð því hvort viðkomandi hafi tilkynnt um sóttkví eður ei, líkt og ber að gera vegna veikinda í orlofi. Þessari túlkun erum ... - og mannauðssýsla ríkisins endurskoði afstöðu sína og upplýsi ríkisstofnanir um þá breytingu, enda samræmist núverandi túlkun hvorki lögum né ákvæðum kjarasamninga.
Það er mat heildarsamtakanna og verkalýðsfélaganna að sóttkví í orlofi megi jafna ... við veikindi í orlofi. Þar er skýrt að veikist starfsfólk í orlofi telst sá tími sem það er veikt ekki til orlofs. Þá er bent á að niðurstaða Kjara- og mannauðssýslu ríkisins samræmist ekki markmiðum laga um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga
10
Kjaraviðræður BSRB við viðsemjendur hafa haldið áfram undanfarið. Viðræður hafa heldur þokast í rétta átt þó hægt hafi gengið. Enn á eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða.
Kjarasamningar flestra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá því í byrjun apríl og viðræður við viðsemjendur staðið yfir síðan. BSRB fer með samningsumboð í ákveðnum málaflokkum en aðildarfélög bandalagsins semja hvert fyrir sig um laun og ýmis s
11
Að undanförnu hefur verið fjallað þó nokkuð um lokun Hagstofu Íslands milli jóla og nýárs vegna jólafrís starfsfólks. Haft hefur verið eftir hagstofustjóra að fríið sé árangursmiðað og leið til að umbuna starfsfólki fyrir vel unnin störf fyrir hátíðarnar, sem sé oft mikill álagstími fyrir starfsfólk vegna útgáfu. Starfsemi sé þó ekki lögð niður og hluti starfsfólks verði við störf þó skrifstofan verði lokuð.
Þó nokkrir hafa séð tilefni til að hnýta í þetta fyrirkomulag opinberlega og
12
sem BSRB átti fulltrúa í, lagði til að þak á greiðslur verði hækkað í 600 þúsund krónur á mánuði og að greiðslur að 300 þúsundum skerðist ekki. Þá lagði hópurinn til að orlofið verði lengt úr 9 mánuðum í 12. Lítið hefur verið gert með tillögurnar enn
13
að starfsfólk fái notið orlofs til að ná hvíld og endurheimt en safni orlofsdögum ekki upp. Samkvæmt lögum er flutningur orlofs milli ára óheimill en með breytingunum var því starfsfólki sem átti uppsafnað orlof gefinn þriggja ára aðlögunartími til að nýta sína ... á starfsfólk, undirmönnun stofnana og mun minna svigrúm fyrir fólk til þess að fara í orlof og vinna á uppsöfnuðu orlofi. Af þeim sökum hafa mörg ekki náð að vinna upp sitt uppsafnaða orlof á sl. þremur árum og einhver hafa jafnvel safnað upp enn fleiri ... en Samband íslenskra sveitarfélaga hefur frestað niðurfellingu um ótilgreindan tíma og munu stjórnendur innan sveitarfélaga gera skriflegt samkomulag við starfsfólk sitt um töku uppsafnaðs orlofs
14
hvort sem litið er til viðmiða Umboðsmanns skuldara eða Velferðarráðuneytisins. Í dag fá foreldrar greiðslur í fæðingarorlofi sem nema 80% af meðaltekjum síðasta árið fyrir orlof, að 370 þúsund króna hámarki. .
BSRB vill því ganga lengra en gert er ráð ... var að hvort foreldri eigi rétt á fimm mánaða orlofi, en að auki deili foreldrar tveimur mánuðum sín á milli. Sameiginlegur réttur verði því tólf mánuðir. .
Hin Norðurlöndin standa framar.
Í umsögn BSRB um frumvarpið má finna ítarlega ... samantekt á rétti foreldra til fæðingarorlofs á Norðurlöndunum. Þannig er lengd orlofsins samanlagt 39 vikur á Íslandi, 44 í Finnlandi, 48 í Danmörku og 49 í Noregi. Orlofið er mun lengra í Færeyjum, 62 vikur, en lengst í Svíþjóð, 69 vikur, eða 16 mánuðir .... .
Samanburður á hámarksgreiðslum í orlofi er erfiður því í sumum Norðurlandanna lækka greiðslur eftir því sem líður á orlofið. Þegar greiðslur í upphafi fæðingarorlofs eru skoðaðar má sjá að hámarksgreiðslan er lægst í Danmörku, rúmlega 342 þúsund krónur
15
Mikilvægt er að lengja orlofið í 12 mánuði. Þá þarf einnig að tryggja börnum dagvistunarúrræði strax og orlofi lýkur. Rannsóknir sýna að mæður taka ekki bara lengra orlof en feður, þær axla einnig frekar ábyrgð á því að brúa bilið frá fæðingarorlofi
16
hratt á milli ára, en á árinu 2015 nýttu um 80% feðra rétt til fæðingarorlofs. Rétt er að geta þess að um bráðabirgðatölur er að ræða fyrir árin 2015 og 2016.
Jafnframt fækkar þeim dögum sem feður eru í fæðingarorlofi, taki þeir eitthvað orlof ... lengra orlof en þá lögbundnu þrjá mánuði sem aðeins feðurnir geta tekið. Alls tóku 11% feðra lengra orlof en þrjá mánuði árið 2017, samanborið við 23% árið 2008. Þá tóku aðeins 22% feðra styttra orlof en þrjá mánuði, en sá fjöldi er nú kominn í um 50
17
Sífellt færri feður nýta rétt sinn til orlofs, sem er neikvætt fyrir börnin, feðurna og fyrir stöðu jafnréttismála hér á landi. . Í frétt RÚV er rakið að árgangarnir sem samanburðarrannsóknin nái til séu fyrstu árgangarnir sem hafi notið góðs ... á mánuði verði ekki skertar, að greiðslurnar verði að hámarki 600 þúsund krónur og að orlofið lengist í samtals 12 mánuði. . Lítið gert með góðar tillögur. Lítið hefur verið gert með tillögur starfshópsins, þrátt ... fyrir að málið ætti að vera í forgangi hjá stjórnvöldum til að vinda ofan af neikvæðum áhrifum sem verða af því að feður nýti sér síður orlofið. . Ef ætlunin er að lög um fæðingarorlof nái þeim markmiðum að tryggja börnum samvistir við báða foreldra
18
Markmið laga um fæðingar- og foreldraorlof eru tvenns konar: Að tryggja samvistir barna við foreldra sína og að gera konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Ísland var fyrst landa til að lögfesta orlof sem aðeins feður gátu ... nýtt sér árið 2000 og hefur síðan verið öðrum löndum fyrirmynd. Lagabreytingin leiddi til hugarfarsbreytingar í samfélaginu og nú þykir eðlilegt að feður taki hluta fæðingarorlofs.
Nú eiga foreldrar rétt á samtals níu mánaða orlofi, þremur ... , að meðaltali þrjá mánuði. Í kjölfar hrunsins voru hámarksgreiðslur skertar verulega sem leiddi til þess að þátttaka feðra bæði minnkaði og þeir tóku styttra orlof. Eftir að hámarksgreiðslur voru hækkaðar aftur hefur þátttaka þeirra aukist lítillega. Í dag taka ... um 80 prósent feðra orlof, um þrjá mánuði hver. Þessar tölur byggja á samböndum gagnkynhneigðra para en hvorki einstæðra foreldra né samkynhneigðra para.
Annars staðar á Norðurlöndum er réttur barna að komast inn í dagvistun strax að loknu
19
sem munu hafa áhrif hér á landi. Réttur til foreldraorlofs, sem er réttur til orlofs til að annast barn í allt að fjóra mánuði, verður greiddur. Hingað til hefur orlofið verið launalaust. Aðildarríki ESB og EES hafa svigrúm til þess að ákveða fjárhæð
20
Sjúkraliðafélag Íslands skrifaði undir kjarasamning við ríkið í gærkvöld. Samið var m.a. um endurskoðun á launatöflu, hækkanir á orlofs-og desemberuppbót, eingreiðslu að upphæð