1
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er nú til umræðu í fjárlaganefnd og því hefur Alþingi enn tækifæri til að bæta verstu ágallana á frumvarpinu til að verja velferðina og draga úr verðbólguþrýstingi. Kallað hefur verið eftir því að launafólk taki ábyrgð á hagstjórninni til að sporna gegn verðbólgu en BSRB hefur bent á að það sé Seðlabanka Íslands og ríkisstjórnarinnar að stunda hagstjórn en að samtök launafólks beri ábyrgð á að tryggja sem best kjör og lífsgæði fólks við kjarasamningsborðið
2
Trúnaðarmannaráð SFR ályktaði um kjaramál á fundi sínum í síðustu viku. Ráðið gerir þá kröfu á stjórnvöld að næstu kjarasamningar feli í sér verulega kaupmáttaraukningu enda hafa launafólk lagt mikið á sig
3
Heldur hefur þokast í átt að samkomulagi í kjaraviðræðum BSRB við viðsemjendur. Áfanga hefur verið náð í umræðum um styttingu vinnuvikunnar í samtali við ríkið og vonir standa til að sambærileg niðurstaða náist í viðræðum við sveitarfélögin.
Samningseiningar BSRB funduðu fyrir hádegi í dag til að ræða stöðuna í viðræðunum. Á fundinum, sem formenn aðildarfélaga og aðrir sem koma að samningsvinnunni sátu, var ákveðið að halda áfram á þeirri braut sem lagt hefur verið upp með í vinnunni
4
Samningseiningar BSRB funduðu í dag í kjölfar þess að það slitnaði upp úr viðræðum við ríkið í gær. „Fulltrúar aðildarfélaga BSRB eru einhuga um að næsta skref er að vísa deilunni gagnvart ríkinu til ríkissáttasemjara,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Fundurinn í dag var gagnlegur og mikil samstaða ríkti þar. „Viðræðurnar við ríkið hafa ekkert þokast undanfarið og því lítið eftir að gera en að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Á fundinum kom skýrt fram að fyrirliggjan
5
Upp úr slitnaði í kjaraviðræðum BSRB við ríkið á fundi í dag og hefur formaður BSRB boðað samningseiningar bandalagsins til fundar á morgun. Á fundinum verður lögð fram tillaga um að kjaradeilunni verði vísað til ríkissáttasemjara.
„Viðræður okkar við ríkið hafa ekkert þokast undanfarið og við munum gera því þá tillögu á fundi samningseininga BSRB á morgun að deilunni verði vísað til ríkissáttasemjara,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Á fundi samninganefndar BSRB
6
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, undirritaði í vikunni samkomulag um hlutverk og umgjörð Kjaratölfræðinefndar ásamt fulltrúum stjórnvalda og annarra aðila vinnumarkaðarins.
Á vegum nefndarinnar mun eiga sér stað samstarf heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag til undirbúnings og eftirfylgni með kjarasamningum. Nefndinni er ætlað að stuðla að því að aðilar samkomulagsins hafi sameiginlegan skilning á eðli, eig
7
Tillögur átakshóps stjórnvalda í húsnæðismálum eru vel unnar og eru gott innlegg í umræðuna að mati BSRB. Ástæða er til að fagna þeirri samstöðu sem hefur náðst um aðgerðir. Nú þurfa stjórnvöld að hafa hraðar hendur og fjármagna tillögurnar og tryggja að þær nái fram að ganga.
Mikilvægt er að f
8
Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um úrbætur og nýtingu launatölfræðiupplýsinga eins og ákveðið var á fundum með aðilum vinnumarkaðarins í byrjun árs. Fulltrúi BSRB í nefndinni er Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri bandalagsins.
Vinna nefndarinnar er mikilvægur hlekkur í því samtali sem átt hefur sér stað milli verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda á síðustu mánuðum. Þar hefur verið lögð þung áhersla á mikilvægi þess að hafa betri launatölfræði sem hægt er að nota
9
Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði um málefni kjararáðs leggur til að ráðið verði lagt niður og að laun æðstu embættismanna fylgi þróun launa opinberra starfsmanna.
Starfshópurinn telur að launaákvarðanir kjararáðs hafi ítrekað skapað ósætti og leitt til óróa á vinnumarkaði. Þau viðmið sem kjararáð hafi starfað eftir hafi verið óskýr og ósamrýmanleg og því sé nauðsynlegt að breyta fyrirkomulaginu, að því er fram kemur í
10
Fyrirhugaðar greiðslur Kaupþings á gríðarháum bónusum til nokkurra starfsmanna eru óásættanlegar og eiga ekki við í íslensku samfélagi að mati BSRB. Bandalagið skorar á Alþingi að bregðast við og tryggja að skattaumhverfi hér á landi sé þannig að þeir sem hafa háar tekjur greiði ríflega til samfélagsins. . „Við verðum að læra af þeim mistökum sem gerð voru á árunum fyrir hrun. Ein af þeim mistökum voru að greiða þeim sem sýsla með fjármuni gríðarháar upphæðir í skjóli þess að þeir
11
Samkvæmt kjarasamningum BSRB hafa sveitarfélög heimild til þess að bjóða starfsmanni lausnarlaun við tilteknar aðstæður. Algengast er að slíkt sé gert þegar starfsmaður hefur verið frá vinnu jafn lengi og sem nemur tvöföldum veikindarétti hans. Þegar greidd eru lausnarlaun skal greiða laun í þrjá mánuði, og þar með lýkur ráðningarsambandinu. Nýlega þurfti BSRB að berjast fyrir réttum greiðslum til handa félagsmanns, en til stóð að greiða honum lægri fjárhæð en hann átti rétt til samkvæmt kjar
12
Hverjir eru þessir óteljandi opinberu starfsmenn sem sitja eins og baggi á íslensku þjóðinni? Að þessu spyrja Samtök atvinnulífsins, þó samtökin orði reyndar spurninguna með aðeins penni hætti. Þau spyrja hvernig standi á því að opinberum starfsmönnum fjölgi meðan launafólki á almennum vinnumarkaði fækki.
Spurningin er ekki sett fram af því þessi hagsmunasamtök stærstu fyrirtækja landsins skorti svarið. Svarið liggur nefnilega í augum uppi. Spurningin er sett fram sem áróðursbragð sem
13
Rætt var um hvort og þá hvenær grípa eigi til aðgerða til að þrýsta á viðsemjendur um gerð kjarasamnings á fundi samningseininga BSRB sem nú er nýlokið. Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá því í apríl 2019 og viðræður gengið afar hægt.
Á fundinum var farið yfir stöðuna í kjarasamningsviðræðunum í heild sinni, en þar er enn mikið á milli samningsaðila og ekkert sem bendir til þess að samningar muni nást á næstunni.
„Okkur þykir skorta verulega upp á sa
14
Það hefðu fáir spáð því í byrjun þessa árs að opinberir starfsmenn yrðu enn án kjarasamnings í lok árs, níu mánuðum eftir að samningar runnu út. Þetta er engu að síður raunveruleikinn fyrir þorra 22 þúsund félaga aðildarfélaga BSRB.
Það eru gríðarleg vonbrigði að standa í þessum sporum um áramót og augljóst að þolinmæðin hjá félagsmönnum og forystu BSRB er löngu þrotin. Viðsemjendur geta ekki lengur sýnt okkar félagsmönnum þá fullkomnu vanvirðingu að gera ekki við þá kjarasamning
15
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir í grein sinni í Fréttablaðinu í dag að fjölskylduvænt samfélag sé á meðal mikilvægustu kjaramála samtímans. Þar fjallar hún m.a
16
Aðalfundi BSRB lauk nú síðdegis. Þar var m.a. samþykkt ályktun sem fjallar um kjaramál og sérstaklega þá kjaradeilu sem tvö af aðildarfélögum BSRB, Sjúkraliðafélag Íslands ... og SFR, standa í við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Ályktunin er svo hljóðandi:.
Ályktun aðalfundar BSRB um kjaramál ... ..
Ályktun aðalfundar BSRB um kjaramál og vinnudeilu við SFV
17
Samkomulag hefur náðst milli BSRB og allra viðsemjenda bandalagsins, ríkisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar, um útfærslu á styttingu vinnutíma starfsmanna í dagvinnu. Næsta verkefni í kjaraviðræðum bandalagsins er að útfæra styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnufólk.
„Sú útfærsla sem sátt hefur náðst um varðandi styttingu vinnutíma dagvinnufólks hefur verið samþykkt með fyrirvara um að bandalagið nái ásættanlegri niðurstöðu í öðrum málum sem eftir er að leys
18
Kjaraviðræður BSRB og aðildarfélaga bandalagsins hafa haldið áfram hjá ríkissáttasemjara undanfarið. Haldnir hafa verið vinnufundir þétt undanfarna daga þar sem unnið er að útfærslu á styttingu vinnuvikunnar, sem hefur verið ein helsta krafa BSRB í viðræðunum.
„Við eigum enn eftir langt í land og ljóst að það er farið að gæta verulegrar óþreyju meðal okkar félaga,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Samningar aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá því í byrjun apríl. Viðr
19
Samningaviðræður opinberra starfsmanna við ríkið hafa nú staðið yfir í rúmt hálft ár. Á þessu hálfa ári hefur nánast enginn árangur náðst. Því hafa opinberir starfsmenn vísað málinu til ríkissáttasemjara til að freista þess að ná einhverri niðurstöðu áður en við neyðumst til að grípa til aðgerða.
Vonbrigðin eru mikil því satt að segja lögðum við af stað í viðræðurnar full bjartsýni um breytta tíma og ný vinnubrögð. Fyrir utan almennar kröfur um launahækkanir og breytingar á einstökum
20
Sjúkraliðar eru ómissandi hlekkur í keðju heilbrigðiskerfisins. Starfið er mjög gefandi og fjölbreytt en reynir líka á og getur verið virkilega krefjandi. Starfsaðstæður eru oft á tíðum erfiðar og getur álagið því orðið meira en gott þykir. Þá eru dæmi um að mjög víða, til dæmis á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun, stendur sjúkraliðum ekki til boða að vinna meira en 80 prósent hlutastarf einmitt vegna þess að vinnuveitendur telja að 100 prósent starf í vaktavinnu vera of íþyngjandi. Það er