Tökum þátt í Hinsegin dögum og gleðigöngu

Gleðigangan leggur af stað frá gatnamótum Sæbrautar og Faxagötu klukkan 14 á laugardag.

Hinsegin dagar standa nú yfir og munu ná hámarki sínu með hinni árvissu gleðigöngu á morgun, laugardag. BSRB styður baráttu hinsegin fólks og hvetur félagsmenn til að taka þátt og sýna samstöðu í verki.

Baráttan fyrir því að mannréttindi allra séu virt heldur áfram. Allir eiga rétt á að njóta mannréttinda án þess að upplifa mismunun, óháð kynferði, kynhneigð, kynþáttar, litarháttar, aldurs, trúar, tungumáls, búsetu, stjórnmálaskoðana, þjóðernis, félagslegrar stöðu, fötlunar eða efnahags, eins og fram kemur í stefnu BSRB.

Þó mikið hafi áunnist í réttindabaráttu hinsegin fólks er enn stutt í fordóma og mismunun. Um það er til dæmis fjallað í viðtali við Sæborgu Ninju Guðmundsdóttur og Úlfar Viktor Björnsson í Mannlífi í dag. Þar kemur fram að þau upplifi áriti nánast alla daga ársins og að þau hafi lent í líkamsárásum fyrir það eitt að vera hinsegin.

Hinsegin dagar hafa verið árviss viðburður í nærri tvo áratugi og eru þeir einn þáttur í baráttu hinsegin fólks gegn mismunun og fordómum. Reynslan sýnir að þó mikið hafi breyst er enn full þörf á því að styðja hinsegin fólk í baráttunni fyrir þeim grundvallar mannréttindum að geta lifað án þess að upplifa mismunun.

Skellum okkur öll í gleðigönguna á morgun!


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?