Sjálfsögð mannréttindi að hafa aðgang að vatni

Þó það sé nóg af hreinu vatni fyrir alla á Íslandi er það ekki reyndin víða um heim.

Þó okkur Íslendingum þyki sjálfsagt að geta skrúfað frá næsta krana og fá hreint drykkjarvatn eins og við getum í okkur látið er það ekki staðan víða um heim. Eins og önnur samtök launafólks víða um heim hefur BSRB barist fyrir því að óhindrað aðgengi almennings að neysluvatni teljist hluti af sjálfsögðum mannréttindum.

Frumskilyrði þess að svo megi verða er að eignarhald á vatni sé samfélagslegt og nýting þess sjálfbær. Vatn er orðið eins og hver önnur verslunarvara víða í heiminum og við þeirri þróun ber að sporna.

Vatnsveitur á að reka á félagslegum grunni og taka mið af almannahagsmunum til að almenningi sé tryggður aðgangur að nægilegu hreinu vatni til drykkjar, matargerðar og hreinlætis á viðráðanlegu verði. Í stefnu BSRB í umhverfismálum segir að tryggja verði að auðlindir landsins verði í almannaeigu og aðgengi almennings að hreinu drykkjarvatni tryggður.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?