BSRB andvígt áframhaldandi undanþágum vegna NPA

Huga þarf að réttindum starfsmanna í NPA.

BSRB er andvígt því að Alþingi framlengi bráðabirgðaákvæði í lögum um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) þar sem heimilað er að semja um rýmri vinnutíma en lög kveða á um. Þetta kemur fram í umsögn bandalagsins sem send hefur verið Alþingi.

Í umsögn bandalagsins segir að NPA sé mikilvægur áfangi í réttindabaráttu fatlaðra en horfa verði til stöðu þeirra starfsmanna sem sinni þessum mikilvægu störfum. BSRB hefur frá upphafi bent á mikilvægi þess að unnin verði heildarúttekt á starfsaðstæðum og vinnuvernd þessa starfsfólks, standi vilji stjórnvalda til þess að bráðabirgðaákvæðið verði framlengt.

Bandalagið leggst af þeim orsökum gegn því að bráðabirgðaákvæðið verði framlengt og leggur ríka áherslu á að undanþágan verði ekki framlengd öðruvísi en að samhliða verði tryggð réttindi starfsmanna sem sinna notendastýrðri persónulegri aðstoð.

Lesa má nánar um afstöðu bandalagsins í umsögn sem send hefur verið Alþingi.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?