Atkvæðagreiðsla um sameiningu SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (St.Rv) er hafin og mun hún standa til hádegis á föstudag 9. nóvember. Úrslitin verða ljós skömmu eftir að atkvæðagreiðslu lýkur.
Félagsmenn í SFR og St.Rv. þurfa að fara inn á vef síns félags og skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum til að greiða atkvæði.
SFR og St.Rv. eru langstærstu aðildarfélög BSRB með samanlagt um 10.300 félagsmenn. Það er tæpur helmingur félagsmanna aðildarfélaga BSRB, sem eru um 21 þúsund talsins. Ef félagsmenn ákveða að sameina félögin verður það þriðja stærsta stéttarfélag landsins.