BSRB styður kennara

BSRB lýsir yfir stuðningi við baráttu Kennarasambands Íslands vegna kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið. Kennarastéttin er að stórum hluta kvennastétt sem býr við kerfisbundið vanmat á störfum þeirra sem birtist í lægri launum þeirra samanborið við önnur störf sem telja má jafnverðmæt.

 

Vanmat á kvennastéttum er talin ein meginástæða launamunar kynjanna og birtist í kynjaslagsíðu á þeim atriðum sem hafa áhrif á launasetningu starfa, svo sem ábyrgð, álagi og starfsumhverfi. Við höfum byggt velferðarkerfið okkar á þessum ómissandi störfum en opinberir atvinnurekendur hafa veitt sjálfum sér afslátt við launasetningu ómissandi kvennastétta. Þessu þarf að breyta og BSRB styður leiðréttingu launa kvennastétta og þar með viðurkenningu á verðmæti þeirra fyrir samfélagið allt.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?