121
Félagar í Starfsmannafélagi Dala- og Snæfellssýslu (SDS) samþykktu sameiningu félagsins við Kjöl stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og tekur þegar gildi, en bókhaldsleg sameining verður um áramótin.
Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu er eitt af stærstu aðildarfélögum BSRB. Félagið er deildaskipt og í kjölfar sameiningarinnar verður stofnuð SDS deild innan Kjalar. Aðrar deildir f
122
Fjórða iðnbyltingin, nýjar áherslur og áskoranir í menntamálum og innra starf í breyttum heimi eru meðal umfjöllunarefna á Menntadegi BSRB sem fer fram miðvikudaginn 24. mars milli klukkan 10 og 14 undir yfirskriftinni „Til móts við ný tækifæri“.
Fundurinn verður rafrænn og geta þeir sem áhuga hafa fylgst með með því að smella hér..
Dagskrá fundarins
123
Forystukonur ASÍ, BHM og BSRB mótmæla því harðlega að fjármálaráðherra ætli ekki að hafa fulltrúa launafólks með í ráðum við mat á efnahagslegum áhrifum valkosta í sóttvarnarmálum. . Við köllum eftir því að starfshópur fjármálaráðherra sem vinna mun reglulegar greiningar á efnahagslegum áhrifum valkosta í sóttvarnarmálum verði breikkaður þannig að sjónarmið fleiri en atvinnurekenda fái að koma þar fram. Það er gamaldags viðhorf að efnahagsmál snúist fyrst og fremst um fyrirtæki en
124
Viðræður Landssambands lögreglumanna við samninganefnd ríkisins um nýjan kjarasamning hafa enn engan árangur borið og verður næsti samningafundur í kjaradeilunni ekki haldinn fyrr en þann 19. ágúst. BSRB kallar eftir því að gengið verði til kjarasamnings við lögreglumenn án frekari tafa.
Landssambandið er eina aðildarfélag BSRB sem ekki hefur náð samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning, en kjarasamningur landssambandsins rann út í byrjun apríl 2019. Síðasti samningafundurinn í kja
125
Nauðsynlegt er að ganga lengra í stuðningi við heimilin en gert er í frumvarpi stjórnvalda um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru, að mati BSRB
126
Aðildarfélög BSRB hafa ákveðið að hætta við áformaðan baráttufund sem boðað hafði verið til í Austurbæjarbíói á morgun, mánudaginn 9. mars klukkan 13. Ástæðan er það hættuástand sem lýst hefur verið yfir vegna COVID-19 faraldursins.
Heilbrigðisyfirvöld hafa beint því til heilbrigðisstétta að forðast fjöldasamkomur og því ljóst að stéttir sem starfa í heilbrigðiskerfinu hefðu ekki getað mætt til fundarins. Þá er ljóst að félagar í aðildarfélögum BSRB eru ómissandi hluti af almannaþjónu
127
Samninganefndir BSRB og aðildarfélaga bandalagsins funduðu með viðsemjendum hjá Ríkissáttasemjara fram yfir miðnætti í gær og fundir hófust að nýju klukkan 10 í morgun. Reynt verður til þrautar að ná samningum áður en boðuð verkföll aðildarfélaga BSRB hefjast á miðnætti í kvöld.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að mál hafi þokast eitthvað í gær en það sé þó mismunandi á milli viðsemjenda hvernig gangurinn er í viðræðunum. Þannig sé ágætur gangur í viðræðum bæjarstarfsmann
128
Viðsemjendur BSRB geta ekki sýnt félagsmönnum þá óvirðingu að draga viðræður um nýjan kjarasamning von úr viti og nú er kominn tími til að opinberir starfsmenn beiti þeim vopnum sem þeir hafa til að þrýsta á um gerð kjarasamnings, skrifar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í nýjum pistli. Þar fer hún yfir stöðuna í kjaraviðræðunum og öðrum verkefnum sem bandalagið hefur sinnt á árinu sem er að líða.
„Í gegnum tíðina hafa opinberir starfsmenn þurft að standa í harðvítugri baráttu
129
Ný könnun Vörðu – Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins leiðir í ljós að fjögur af hverjum tíu á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman og svipað hlutfall gæti ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Hærra hlutfall nú en fyrir ári síðan hefur ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Vörðu -Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins um lífsskilyrði launafólks sem birt var í dag. Almennt gefur skýrslan til kynn
130
hér. .
Kynnir: Arna Jakobína Björnsdóttir
Ræðumenn: Sólveig Anna Jónsdóttir og Þórarinn Eyfjörð
Fram koma Úlfur úlfur, Bríet, Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit verkalýðsins.
Að útifundi loknum ... BSRB hvetur félagsfólk og almenning til þess að fjölmenna í kröfugöngur og á útifundi um allt land í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí ... Jóhannesdóttir.
Jón Jónsson og Kórinn Hljómbrot koma fram.
.
Ísafjörður. Lagt verður af stað frá Alþýðuhúsinu kl. 14:00 með Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar. Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur býður í kaffi og meðlæti kl. 14:00..
Unglingastig Grunnskóla Bolungarvíkur sér um kaffiveitingar. Tónlistarskóli Bolungarvíkur og Karlakóreinn Ernir skemmta ... .
.
Akureyri. Kröfuganga og hátíðardagskrá á Akureyri miðvikudaginn 1. maí.
13:45 – Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið
14:00 – Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar
131
Við fögnum alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Það er löng hefð fyrir því að koma saman og fara í kröfugöngu og fund þar sem farið er yfir helstu áherslumál launafólks. Yfirskrift 1. maí þetta árið er Samstaða - sókn til nýrra sigra.
Reykjavík.
Safnast saman á Hlemmi kl. 13.00 en gangan hefst kl. 13.30. Lúðrasveitir leika í göngunni. Örræður á leið göngunnar niður Laugaveg. Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14.10. Sigtryggur Baldursson og Parabólurnar taka.
Ísafjörður.
Lagt verður af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu kl. 13:45. Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi. Dagskráin í Edinborgarhúsi:. Lúðrasveit tónlistarskólans - Stjórnandi Madis ... við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Hátíðardagskrá í HOFI að lokinni kröfugöngu. Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna - Hildur Sif Sigurjónsdóttir, leikskólakennari og félagsmaður í KÍ Aðalræða dagsins - Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju ... - Friðrik Ómar Hjörleifsson og Jógvan Hansen syngja nokkur þekkt dægurlög eins og þeim einum er lagið. Steingrímur Hallgrímsson spilar Internasjónalinn/alþýðusöng verkalýðsins í upphafi samkomunnar og Jóna Matthíasdóttir stjórnar samkomunni
132
Atvinnurekendum ber að gera ráðstafanir til að tryggja að fatlaðir einstaklingar eða einstaklingar með skerta starfsgetu geti starfað á vinnustaðnum samkvæmt lögum um jafna meðferð einstaklinga á vinnumarkaði. Ráðstafanirnar mega þó ekki vera of íþyngjandi fyrir atvinnurekandann.
Lögin tóku gildi þann 1. september 2018 en þar er meðal annars fjallað um um skyldu atvinnurekanda
133
Bjarg íbúðafélag hefur samið við Modulus um byggingu 33 íbúða í þremur nýjum húsum sem rísa munu á Akranesi. Stefnt er að því að íbúðirnar verði tilbúnar og afhentar íbúum næsta vor eða sumar.
Húsin verða einingahús sem Modulus hefur sérhæft sig í og því hægt að reisa þau hraðar en önnur hús sem nú eru í hönnun eða byggingu hjá Bjargi. Gangi áætlanir eftir gætu fyrstu íbúar flutt inn í húsin á Akranesi í byrjun jú
134
Miðstjórn ASÍ lýsir yfir fullum stuðningi við yfirstandandi vinnustöðvun félagsfólks aðildarfélaga BSRB gagnvart sveitarfélögum landsins og beinir þeim tilmælum til félagsfólks aðildarsamtaka sinna að ganga hvorki beint né óbeint í störf félagsfólks aðildarfélaga BSRB meðan á vinnustöðvun stendur.
Meginreglan um að jöfn laun skuli greiða fyrir sambærileg störf er mikilvæg á íslenskum vinnumarkaði og þau stéttarfélög og einstaklingar sem t
135
Ganga verður mun lengra í stuðningi við heimili sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna nauðsynlegra sóttvarnaraðgerða en gert er í frumvörpum stjórnvalda með viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum að mati BSRB.
Í umsögn bandalagsins um frumvarp til fjáraukalaga og frumvarp um frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum faraldursins er bent á
136
Ný skýrsla Vörðu – Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýnir að staða þeirra sem starfa við ræstingar er verri en þeirra sem eru í öðrum störfum á öllum mælikvörðum.
Tæplega 6 af hverjum 10 sem starfa við ræstingar eiga erfitt með að ná endum saman og tæplega 2 af hverjum 10 búa við efnislegan skort. Þá er lægra hlutfall þeirra en fólks í öðrum störfum sem metur líkamlegt heilsufar gott (39% á móti 50%) og andleg líðan mælist sömuleiðis mun verri meðal þeirra sem starfa við ræstingar
137
Mikilvægt er að bæta þekkingu á vinnustöðum, bæði hjá starfsfólki og yfirmönnum, á kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum svo hægt sé að vinna markvisst að forvörnum og bregðast rétt við ef atvik koma upp. Allt of algengt er að þolendur kynferðislegrar áreitni og ofbeldis á vinnustöðum hiki við að leita sér aðstoðar.
Það er grundvallaratriði að starfsfólk upplifi öryggi á vinnustað og á viðburðum tengdum vinnunni enda á launafólk skilyrðislausan rétt á að búa v
138
hefur gengið, rekur ÍAV til árangursríks samstarfs við Bjarg, hönnuði verkefnisins, fjölda undirverktaka og birgja, að því er fram kemur í tilkynningu frá Bjargi.
Öflugur hópur úr verkalýðshreyfingunni, auk borgarstjóra, tók fyrstu skóflustungurnar
139
Heildarsamtök launafólks og VIRK starfsendurhæfingarsjóður hafa tekið höndum saman til þess að bjóða þolendum kynferðislegrar áreitni og ofbeldi í vinnu betri þjónustu. Starfsfólk stéttarfélaga og VIRK fær aukna fræðslu og þjálfun til að taka veita þolendum faglegri þjónustu og VIRK hefur opnað nýja þjónustu, svokallað vegvísissamtal.
Þolendum býðst aðstoð og ráðgjöf
140
.
Efnahagsmálin voru Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanni BSRB ofarlega í huga í ræðu sinni við setningu þingsins í morgun. Ástæðan er augljós; há verðbólga og vextir og þær alvarlegu afleiðingar sem núverandi efnahagsástand hefur á launafólk í landinu.
Sonja gagnrýndi efnahagstefnu stjórnvalda harðlega og sagði hana byggða á úreltum hagfræðikenningum: „Svarið við verðbólgu og vöxtum er ekki áframhaldandi stefna sem forgangsraðar niðurgreiðslu skulda ofar en nauðsynlegum fjárfesti