Tenglasíða fyrir starfsemi á Norðurlöndunum

Tenglasíðan er á öllum tungumálum Norðurlandanna.

Norræna ráðherraráðið hefur sett í loftið sérstaka tenglasíðu sem ætlað er að auðvelda þeim sem vilja stunda atvinnustarfsemi þvert á landamæri.

Síðan hefur fengið nafnið Norden Business, en á henni má finna tengla á samtök, stofnanir og stjórnvöld sem veita upplýsingar um hvernig eigi að stofna fyrirtæki, ráða vinnuafl og efla viðskipti milli Norðurlandanna.

Upplýsingarnar, sem eiga að auðvelda starfsemi atvinnulífsins þvert á norræn landamæri, eru meðal annars aðgengilegar á íslensku á síðunni.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?