Ákvörðun kjararáðs frá 16. júní um að hækka verulega laun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra í ráðuneytum gengur þvert gegn rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins og mótmælir BSRB þessari ákvörðun kjararáðs harðlega.
Með ákvörðun kjararáðs eru verið að draga út afmarkaðan hóp hálaunafólks og hækka laun þessara starfsmanna langt umfram það sem aðrir hópar launafólks í landinu hafa fengið.
„Við hjá BSRB gerum þá kröfu að allir landsmenn taki þátt í því að byggja upp nýtt vinnumarkaðskerfi og höfum unnið að því síðustu ár að breyta kerfinu þannig að við losnum við endalausar leiðréttingar starfsstétta,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB.
„Aðilar vinnumarkaðarins gerðu með sér rammasamkomulag sem átti að koma í veg fyrir slíkt höfrungahlaup á vinnumarkaði. Þessi hækkun launa ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra hjá ráðuneytunum er langt umfram það samkomulag og því algerlega óásættanleg,“ segir Elín Björg.
Aukið álag hjá fleirum en stjórnendum
Í rökstuðningi kjararáðs segir að þar sé um að ræða leiðréttingu vegna aukins álags í starfi. Eflaust má færa góð rök fyrir því að álag í starfi þessa hóps hafi aukist á undanförnum árum, en það sama á við um aðra stóra hópa á vinnumarkaði sem ekki hafa fengið sambærilegar launahækkanir vegna álags. Álag á aðra starfsmenn almannaþjónustunnar hefur aukist verulega með miklum niðurskurði og auknum verkefnum og fækkun starfsmanna.
Þessi ákvörðun kjararáðs er ekki í neinu samræmi við þá vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt í um endurbætur á íslenska vinnumarkaðsmódelinu. Þar er um að ræða verulega hækkun þeirra launahæstu sem eykur ójöfnuð.
- Skoðun
- Skoðun
- Stefna
- Málefnin
- Ályktanir
- Ályktun 47. þings um réttlát umskipti
- Ályktun 47. þings um sí- og endurmenntun
- Ályktun 47. þings BSRB um stöðu heilbrigðismála
- Ályktun 47. þings BSRB um málefni innflytjenda
- Ályktun 47. þings BSRB um húsnæðismál
- Ályktun 47. þings BSRB um að brúa umönnunarbilið
- Ályktun 47. þings BSRB um kvenfrelsi
- Drög að ályktun 47. þings BSRB um efnahagsmál
- Umsagnir
- Fréttir
- Vinnuréttur
- Vinnuréttur
- Upphaf starfs
- Starfsævin
- Aðbúnaður starfsmanna
- Áminning í starfi
- Fæðingar- og foreldraorlof
- Breytingar á störfum
- Launagreiðslur
- Orlofsréttur
- Persónuvernd starfsmanna
- Réttindi vaktavinnufólks
- Staða og hlutverk trúnaðarmanna
- Veikindaréttur
- Munurinn á embættismönnum og öðrum ríkisstarfsmönnum
- Jafnrétti á vinnumarkaði
- Aðilaskipti að fyrirtækjum
- Lok starfs
- Aðildarfélög
- Um BSRB