Formannsskipti hjá þremur aðildarfélögum

Nú er tími aðalfunda hjá aðildarfélögum BSRB og einhverjar breytingar í hópi formanna aðildarfélaga. Í gær var haldinn aðalfundur Starfsmannafélags Kópavogs (SFK) þar sem nýr formaður var kjörinn. Þá hafa nýir formenn tekið við hjá Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) og Félagi íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF).

Á aðalfundi Starfsmannafélags Kópavogs var Rita Arnfjörð Sigurgarðsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, kjörin formaður. Hún hafði betur í kosningu gegn Guðmundi Gunnarssyni, skrifstofustjóra Umhverfissviðs Kópavogsbæjar. Rita hlaut 52 atkvæði í kosningu á aðalfundinum, eða um 56 prósent atkvæða, en Guðmundur hlaut 41 atkvæði, um 44 prósent. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, fráfarandi formaður félagsins, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Unnar Örn ÓlafssonEinnig urðu formannsskipti hjá Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins. Þar tók Unnar Örn Ólafsson við af Helga Birki Þórissyni, sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður.

Þá gaf Sigurjón Jónasson ekki kost á sér áfram sem formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra og var Kári Örn Óskarsson kjörinn formaður félagsins í hans stað.

Lestu um formannsskipti hjá Sjúkraliðafélagi Íslands, sem sagt var frá á vef BSRB nýverið.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?