Fjallað var um stöðuna í kjaraviðræðum BSRB og aðildarfélaga bandalagsins við viðsemjendur á fundi samningseininga BSRB í morgun og rætt um næstu skref.
Á fundinum fór Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og aðrir úr samninganefndum bandalagsins yfir það sem fjallað hefur verið um á fundum með viðsemjendum bandalagsins. Fjallað var um fundi með samninganefndum ríkisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar, en aðildarfélög bandalagsins semja við alla þessa aðila. Samningar flestra aðildarfélaga hafa verið lausir frá því í lok mars, en einhver félög hafa verið með lausa samninga frá því um áramót.
Kjarasamningar flestra aðildarfélaga bandalagsins hafa verið lausir frá því í lok mars og hafa fundir staðið yfir frá því um það leyti án þess að sjái til lands í viðræðum um nýja kjarasamninga.
Á fundi samningseininga í morgun ræddu fulltrúar aðildarfélaga sínar hugmyndir og væntingar til kjarasamningsviðræðna og þær kröfur sem gerðar eru til viðsemjenda. Á fundinum var ákveðið var að halda viðræðum áfram með óbreyttu sniði áfram.