Á síðustu dögum marsmánaðar náðu aðildarfélög BSRB samkomulagi um launahækkanir og kjarabætur fyrir starfsfólk í almannaþjónustu við ríki og Reykjavíkurborg. Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda í tólf mánuði frá 1. apríl 2023. Samningarnir fóru í kjölfarið í kynningu hjá félögunum og atkvæðagreiðslur sem lauk í dag.
Öll félögin samþykktu samningana með yfirgnæfandi meirihluta:
Sameyki stéttafélag samþykkti samning við Reykjavíkurborg með 84,64% atkvæða og við ríkið með 85,53% atkvæða.
Sjúkraliðafélag Íslands samþykkti samning við Reykjavíkurborg með 85,84% atkvæða og við ríkið með 74,54% atkvæða.
Landssamband lögreglumanna samþykktu samning við ríkið með 85,61% atkvæða
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna samþykktu samning við ríkið með 84,21%
Félag starfsmanna stjórnarráðssins samþykktu samninga við ríkið með 94,4%
Kjölur stéttafélag samþykkti samning við ríkið með 88,99%
FOSS stéttafélag samþykkti samning við ríkið með 82,86% atkvæða
Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi samþykkti samning við ríkið með 84,21%
Þá samþykktu Félag flugmálastarfsmanna og Starfsmannafélög Kópavogs, Suðurnesja, Garðabæjar, Húsavíkur og Vestmanneyja einnig samninga sína við ríkið.