Fréttasafn

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Heildarkerfi starfsendurhæfingar í hættu

Heildarkerfi starfsendurhæfingar í hættu

Stjórn VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs segir í bréfi til Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra að afgreiðsla fjárlaga 2015 hafi staðfest ásetning ríkisstjórnarinnar að standa ekki við lög og samninga við aðila vinnumarkaðarins um uppbyggingu starfsendurhæfingar og fjármögnun á VIRK og verði til þess að eitt heildarkerfi atvinnutengdrar starfsendurhæfingar verði ekki lengur fyrir hendi.
Lesa meira
Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu undanfarin þrjátíu og fimm ár. Óhætt er að segja að gangan sé orðin ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum og tekur fjöldi fólks sér hlé frá tiltektum og innkaupum rétt fyrir jólin til að leggja sitt af mörkum og styðja kröfuna um frið og afvopnun í heiminum. Undanfarin ár hafa slíkar göngur einnig verið á Þorláksmessu á Akureyri og á Ísafirði og verður svo einnig nú.
Lesa meira
Velferðarvakt skiptir máli

Velferðarvakt skiptir máli

Fyrstu niðurstöður mats á störfum Velferðarvaktarinnar árin 2009-2014 benda til þess að Velferðarvaktin hafi gegnt mikilvægu hlutverki í kjölfar efnahagshrunsins og stuðlað að úrbótum í þágu ýmissa hópa í samfélaginu sem þurftu á stuðningi að halda.
Lesa meira
Störf í þína þágu

Störf í þína þágu

Undanfarið hefur BSRB vakið athygli á þeim fjölbreyttu störfum sem félagsmenn bandalagsins sinna í almannaþjónustu. Mikið hefur mætt á starfsfólki almannaþjónustunnar síðustu ár þar sem verkefnum hefur fjölgað á sama tíma og starfsfólki hefur víða fækkað. Óhætt er að segja að þótt mjög hafi reynt á velferðarkerfi landsins á árunum eftir hrun hafi það staðist prófið og mildað það mikla högg sem margir urðu fyrir.
Lesa meira
Frestur Styrktarsjóðs fyrir árið 2014

Frestur Styrktarsjóðs fyrir árið 2014

Styrktarsjóður BSRB vill benda félagsmönnum á að til að geta fengið styrk vegna ársins 2014 er nauðsynlegt að skila umsóknum og fylgigögnum í síðasta lagi miðvikudaginn 17. desember nk.
Lesa meira
Hærra matvöruverð heimilum til hagsbóta?

Hærra matvöruverð heimilum til hagsbóta?

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, skrifar grein í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Hærra matvöruverð heimilum til hagsbóta?“ Þar vísar hún m.a. til þess að margt bendi til að skattahækkanir muni skila sér að fullu út í verðlag en skattalækkanir skili sér takmarkað
Lesa meira
Störf í þína þágu

Störf í þína þágu

BSRB mun næstu daga minna á mikilvægi opinberra starfa fyrir samfélag okkar með auglýsingum bæði á netinu og í dagblöðum. Undanfarin ár hefur mikill niðurskurður orðið á opinberri þjónustu sem hefur skert lífsgæði allra sem í landinu búa. Þá hefur neikvæð umræða um starfsfólk almannaþjónustunnar verið óþarflega áberandi undanfarna mánuði, m.a. innan veggja þingsins.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?