Fréttasafn

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Formaður BSRB: Vilja breyta skerðingarmörkum barnabóta

Formaður BSRB: Vilja breyta skerðingarmörkum barnabóta

Formaður BSRB segir í samtali við Ríkisútvarpið að eðlilegt væri að breyta fyrirkomulagi barnabóta þannig að skerðingarmörkum þeirra verði breytt svo fleiri fái notið fullra bóta. BSRB hefur lýst yfir ánægju sinni með að hækka eigi barnabæturnar en hefur jafnframt bent á að breyta þurfi skerðingarhlutfallinu.
Lesa meira
Trúnaðarmannanámskeið - skráning stendur yfir

Trúnaðarmannanámskeið - skráning stendur yfir

Skráning er hafin í Trúnaðarmannanámskeið Félagsmálaskóla alþýðu en í október mun kennsla á 3. þrepi hefjast. Þar verður m.a. farið yfir vinnurétt, hugmyndafræði starfsendurhæfingarsjóða, vinnueftirlit og tryggingakerfið. Kennslan mun fara fram í húsi BSRB að Grettisgötu 89 í Reykjavík dagana 6. til 8. október.
Lesa meira
Kjarakönnun SFR og STRV

Kjarakönnun SFR og STRV

Árleg launakönnun tveggja stærstu aðildarfélaga BSRB, SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (St.Rv.), sem framkvæmd er af Capacent leiðir í ljós að hækkun heildarlauna hjá félögunum eru á bilinu 5-7% milli ára. SFR félagar hækkuðu að meðaltali um 7% en félagsmenn í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar um 5%. Kjarasamningsbundnar hækkanir hjá félögunum á tímabilinu voru krónutöluhækkanir og 3,25-3,5%. Þetta þýðir að laun félagsmanna hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar hafa ekki haldið í við launavísitöluna og er það mikið áhyggjuefni. SFR félagar hafa hins vegar ná að halda í við launavísitölu á tímabilinu, þó laun margra séu enn lág.
Lesa meira
Formaður BSRB í Vikulokunum

Formaður BSRB í Vikulokunum

Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB var einn gesta í þættinum Vikulokin á Rás 1 síðastliðinn laugardag. Ræddi hún þar m.a. um áherslur í nýkynntu fjárlagafrumvarpi.
Lesa meira
Ályktun stjórnar BSRB um fjárlög

Ályktun stjórnar BSRB um fjárlög

Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun vegna fjárlaga fyrir árið 2015. Þar er m.a. fjallað um hækkun virðisaukaskatts á nauðsynjavörur, rétt atvinnulausra og jafnan rétt allra til grunnþjónustu, s.s. menntunar og heilbrigðisþjónustu.
Lesa meira
Nýtt fréttabréf Starfsmenntar

Nýtt fréttabréf Starfsmenntar

Námskeiðsflóra haustsins er að venju fjölbreytt og flestir ættu að finna þar eitthvað fróðlegt sem nýtist í starfi. Hjá Starfsmennt er boðið upp á löng og stutt námskeið um allt land og búum til heilu stofnanaskólana í samstarfi við stjórnendur og starfsfólk.
Lesa meira
Fræðslufundur vegna starfsloka

Fræðslufundur vegna starfsloka

Fundurinn verður þriðjudaginn 23. september 2014 kl. 13:30-16:30 í húsnæði BSRB Grettisgötu 89, 1. hæð. Á fundinn mæta fulltrúar frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga auk fulltrúa frá Tryggingastofnun. Nánari dagskrá auglýst síðar.
Lesa meira
Trúnaðarmannanámskeið - skráning hafin

Trúnaðarmannanámskeið - skráning hafin

Skráning er hafin í Trúnaðarmannanámskeið Félagsmálaskóla alþýðu en í október mun kennsla á 3. þrepi hefjast. Þar verður m.a. farið yfir vinnurétt, hugmyndafræði starfsendurhæfingarsjóða, vinnueftirlit og tryggingakerfið. Kennslan mun fara fram í húsi BSRB að Grettisgötu 89 í Reykjavík dagana 6. til 8. október.
Lesa meira
Kaldar kveðjur til opinberra starfsmanna

Kaldar kveðjur til opinberra starfsmanna

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ritar grein í Fréttablaðið í dag sem fjallar m.a. um hið neikvæða viðhorf sem víða hefur birst til opinberra starfsmanna að undanförnu. „Niðurrif á störfum opinberra starfsmanna er í raun niðurrif á okkar samfélagsgerð sem fram til þessa hefur byggst upp á jöfnum réttri allra til menntunar, heilbrigðisþjónustu og mannlegrar reisna," segir Elín Björg Jónsdóttir á einum stað í greininni en hana má lesa í heild sinni hér að neðan.
Lesa meira
Námskeið á vegum Framvegis

Námskeið á vegum Framvegis

Starfsemi Framvegis er hafin aftur eftir sumarlokun og hefjast fyrstu námskeiðin í september en opnað verður fyrir skráningu 25. ágúst klukkan 10:00.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?