Varaformaður BSRB um viðræður við ríkið

Árni Stefán Jónsson, formaður SFR og 1. varaformaður BSRB, er harðorður í garð samninganefndar ríkisins í grein í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir Árni Stefán: „...(Það) er í raun ótrúlegt að ríkisvaldið neiti að horfast í augu við þá niðurstöðu og kjósi frekar að efla til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna innan vébanda BSRB og mismuna þannig starfsmönnum sínum gróflega.
Í tilboði ríkisins, sem lagt var fyrir samninganefndir félaganna í síðastliðinni viku, er ljóst að ríkisvaldið ætlar þeim hópum ríkisstarfsmanna sem lægst launin hafa að fá mun minni launahækkanir en þegar hefur verið samið um við aðra. Það er algjörlega klárt að þessir starfsmenn munu aldrei sætta sig við slíka mismunun og ef við sem erum í forsvari fyrir þá gerum slíkan samning yrði hann felldur með öllum greiddum atkvæðum.“

Greinina má lesa í heild sinni hér á vef Vísis.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?