Svigrúm til launahækkana

Formaður BSRB segir í samtali við Fréttastofu Rúv að staða aðildarfélaga BSRB hljóti að vera sterkari við gerð kröfugerða fyrir komandi kjarasamninga í ljósi nýrrar skýrslu um launaþróun.

Samkvæmt úttekt heildarsamtaka vinnumvarkaðarins á efnahagsumhverfi og launaþróun sem kom út fyrir helgi hækkaði tímakaup ríkisstarfsmanna innan BSRB minnst eða um 4,9%.

Elín sagði jafnframt að niðurstöður skýrslunnar staðfesta það sem bandalagið hafi lengi haldið fram: „Það er að segja að sveitarfélögin þau hafa verið að reka mjög öfluga láglaunastefnu um langt skeið og það er ljóst að starfsmenn sveitarfélaga eru sá hópur sem er að að fá minnstu launahækkanirnar á þessu tímabili og það er líka að fjölga í þeim hópum þar, fólk sem þar er með lægstu launin. Það er líka að staðfesta það að ríkisstarfsmennirnir innan BSRB eru að fá minni launahækkanir en aðrir hópar".

Frétt Rúv má sjá hér.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?