Ný skýrsla sem ber heitið „Í aðdraganda kjarasamninga: Efnahagsumhverfi og launaþróun“ var kynnt á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Skýrslan er afrakstur tveggja vinnuhópa á vegum samstarfsnefndar um launaupplýsingar sem er skipuð fulltrúum ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, SA, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Fulltrúar BSRB í vinnuhópunum eru Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB og Kristinn Bjarnason hagfræðingur BSRB.
Markmið samstarfsins er að bæta vinnubrögð við undirbúning kjarasamninga og auka skilvirkni við gerð þeirra.
Árið 2013 gáfu nefndirnar út skýrslu sama efnis en markmið nýju skýrslunnar, líkt og þeirrar fyrri, er að leggja grunn að nýjum kjarasamningum sem flestir verða lausir á fyrsta ársfjórðungi 2015.
Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér.
Í skýrslunni er gerð grein fyrir launaþróun hjá þeim heildarsamtökum sem að samstarfinu standa frá 2006 til 2014. Þá er einnig fjallað um stöðu og framtíðarhorfur í efnahagsmálum. Hún er því mikilvægt innlegg í því verkefni að bæta umgjörð við gerð kjarasamninga hér á landi og er það von BSRB að skýrslan gagnist aðildarfélögum bandalagsins í komandi kjarasamningsviðræðum.