Fundur um lífeyrismál - streymi á vefnum

Fræðslufundur um stöðuna í lífeyrismálum opinberra starfsmanna fer fram í húsnæði BSRB að Grettisgötu 89 í dag kl. 13. Fundurinn verður einnig sendur út með fjarfundarbúnaði og hægt verður að fylgjast með honum skv. leiðbeiningum hér að neðan.

Fundurinn hefst kl. 13:00 og mun standa fram eftir degi en skv. dagsrká verður honum lokið kl. 17. Á meðal þess sem farið verður yfir er vinna við samræmingu lífeyrisréttind á milli markaða og hvernig leyst verður úr hinum ýmsu álitaefnum sem upp koma við slíkar breytingar.

Til að fylgjast með fundinum á vefnum þarf að:

  • Fara á slóðina straumur.bsrb.is.
  • Nota þarf aðgangsorðið bsrb og lykilorðið er sömuleiðis bsrb.
  • Þegar inn á síðuna er komið þarf að velja valmöguleikann "live streaming" vinstra megin á síðunni.
  • Það er þó takmarkaður fjöldi sem getur tengst streyminu.

ATH - Best er að nota heyrnartól þar sem hljóðið í gegnum fjarfundarbúnaðinn getur verið á nokkuð lágum styrk og skilar sér oft illa í gegnum tölvuhátalarana.





Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?