Framkvæmdastjóri BSRB í viðtali hjá TCO

Á vef TCO, sem eru systursamtök BSRB í Svíþjóð, er rætt við Helgu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra BSRB. Þar er fjallað um þá staðreynd að í mælingum World Economic Forum frá árinu 2009 er Ísland í efsta sæti á lista yfir lönd m.t.t. jafnréttis. En þrátt fyrir það er enn talsvert um ójöfnuð á Íslandi, t.d. launamunur kynjanna.

Á vef TCO segir að munur á heildarlaunum kvenna á Íslandi er 27% körlum í vil og kynbundinn launamunur nælist nú 11,4% á landsvísu. „BSRB telur skýringuna fyrst og fremst liggja í því hvernig störf eru metin. Vinnumarkaðurinn að nokkuð kynskiptur og störf þar sem konur eru í miklum meirihluta eru enn metin minna en störf þar sem karlar eru í meirihluta,“ segir Helga við vef TCO og bætir við að þessi launamunur fylgi fólki alla leið á eftirlaunin.

„Þar sem greiðslur í lífeyrissjóði byggjast á heildarlaunum segir það sig sjálft að konur fá lægri lífeyri þegar þar að kemur en karlar.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér á vef TCO.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?