Femínísk flóðbylgja í Hörpu

Stefnt er að því að einn milljarður manna í 207 löndum og komi saman á morgun og dansi í tilefni af átakinu Milljarður rís. Uppátækið heppnaðist sérstaklega vel í fyrra og létu Íslendingar sitt ekki eftir liggja og 2100 menn, konur og börn á öllum aldri komu saman í Hörpu og dönsuðu af lífi og sál. 

Nú er stefnt að því að Íslendingar taki aftur þátt í þessari femínísku flóðbylgju og hjálpi til við að láta jörðina hristast með samtakamætti sínum. Í ár ætlar UN Women í samstarfi við Lunch Beat og tónlistarhátíðina Sónar að endurtaka leikinn og er markmiðið að fá 3000 manns um allt land til þess að mæta.

Átakinu er ætlað að beina sjónum að ofbeldi gagnvart komum víðsvegar um heiminn. En sem dæmi verður ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Tilgangur samkomunnar verður að dansa af krafti fyrir allar þær konur og stúlkur sem upplifað hafa ofbeldi og sýna í verki að okkur stendur ekki á sama.

Dj Margeir mun sjá til þess að dansinn duni.

Atburðurinn fer fram í Hörpu föstudaginn 14. febrúar kl. 12. Hægt verður að leggja frítt í Hörpu á meðan viðburðurinn stendur yfir.

Hér að neðan má sjá myndir frá viðburðinum á síðasta ári. Líkt og sjá má skemmtu ungir sem aldnir sér konunglega og létu vel í sér heyra.



Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?