Námsframboð fyrir trúnaðarmenn haust 2024

Fjöldi námskeiða eru í boði fyrir trúnaðarmenn aðildarfélaga BSRB í haust. Um er að ræða staðnámskeið, fjarnámskeið sem kennd eru í gegnum zoom og vefnámskeið sem byggjast á upptökum.

Trúnaðarmannanámskeið BSRB og aðildarfélaga eru skipulögð af Félagsmálaskóla alþýðu og þarf að skrá sig á hvert það námskeið sem nemendur ætla að sækja. Það er gert í gegnum hlekk sem er við hvert námskeið hér að neðan. Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkum. Í dálkinn „greiðandi“ þarf að setja kennitölu síns stéttarfélags. Þú finnur kennitölu þíns félags neðst á heimasíðu félagsins.

Mikilvægt er að tilkynna forföll og veikindi eins fljótt og auðið er.

 

Staðnámskeið

Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða

  1. september 9:00 – 14:00 Grettisgata 89 – salur á 1. hæð

Megináhersla er lögð á hlutverk og starf trúnaðarmannsins samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum. Hvaða þekkingu þarf trúnaðarmaður að hafa og hvar getur hann leitað sér upplýsinga um túlkanir á gildandi kjarasamningum og vinnurétti. Einnig er farið yfir meðhöndlun umkvartana samstarfsfólks og hvað ber að hafa í huga við úrvinnslu þeirra.

Nauðsynlegt er fyrir nemendur að hafa meðferðis fartölvu, ipad eða síma á námskeiðið.

Kennari: Sigurlaug Gröndal, leiðbeinandi hjá Félagsmálaskóla alþýðu

Skráningu lýkur 11. september https://felagsmalaskoli.is/course/bsrb-trunadarmadurinn-starf-hans-og-stada

 

Að koma máli sínu á framfæri

  1. nóvember 9:00 – 14:00 Grettisgata 89 – salur á 1. hæð

Megináhersla er á undirbúning framsögu og umræður á vinnustaða- og félagsfundum. Farið er yfir helstu reglur um fundarstjórn, fundarsköp og fundargerðir. Einnig er fjallað um einkenni og tilgang ýmissa ræðuforma, kröfum lýst sem gerðar eru til röksemdafærslu, algengar rökvillur og gryfjur sem beri að varast. Fjallað er um hvernig rökvillur eru greindar og farið er yfir áróðurstækni sem hefur verið notuð gegnum tíðina. Einnig verður fjallað um verkfæri til að stuðla að jákvæðum samskiptum.

Eftir námskeiðið eiga trúnaðarmenn að hafa öðlast frekari þekkingu á að koma máli sínu á framfæri í ræðu og riti. Auk þess að hafa öðlast frekari þekkingar í grunnþáttum rökfræði, þekkja heimildir í kjarasamningum er varða vinnustaðafundi og geta með betra móti stýrt vinnustaðafundum.

Kennari: Sigurlaug Gröndal, leiðbeinandi hjá Félagsmálaskóla alþýðu

Skráningu líkur 30. október https://felagsmalaskoli.is/course/bsrb-ad-koma-mali-sinu-a-framfaeri

 

Vinnuréttur

  1. nóvember 9:00 – 14:00 Grettisgata 89 – salur á 1. hæð

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur skilji þær reglur sem gilda á opinberum vinnumarkaði. Farið er yfir þá löggjöf sem tengist vinnurétti, ákvæði kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður.

Ítarlega er farið yfir lög og reglugerðir sem íslenskur vinnumarkaður byggir á en megináhersla verður á skráðar og óskráðar reglur stjórnsýsluréttar auk dómafordæma.

Kennari: Hrannar Már Gunnarsson lögfræðingur BSRB

Skráningu lýkur 13. nóvember kl. 12:00 https://felagsmalaskoli.is/course/bsrb-vinnurettur

 

Vefnám - upptökur

 

Vinnustaðafundir

1.-30. september

Farið er í kjarasamningsbundinn rétt trúnaðarmanna stéttarfélaga til að boða og halda vinnustaðafundi á vinnustað sínum. Farið er í boðun, undirbúning og skipulag slíkra funda, tilgang þeirra og framkvæmd.

Skráningu lýkur 30. ágúst https://felagsmalaskoli.is/course/vinnustadafundir-vefnam

 

Veikinda- og slysaréttur

Opið 1.-30. september Verð: 5500 kr.

Námskeiðinu er ætlað að varpa ljósi á mikilvægi veikinda- og slysaréttar í réttindum launafólks og ýmis ákvæði og aðstæður þeim tengdum. Farið verðu yfir réttindi samkvæmt lögum og tekin eru dæmi úr mismunandi kjarasamningum. Farið er í greinarmun á annars vegar veikindarétti og hins vegar slysarétti. Skoðaður er réttur launafólks til ávinnslu og töku.

Lögð er áhersla á verklag varðandi tilkynningar um tilkynna óhöpp og slys sem verða á beinni leið til og frá vinnu og við störf. Einnig er farið í hvenær eru ekki greidd laun í veikindum sem og ákvæði samninga varðandi framlagningu læknisvottorða.

Skráningu lýkur 30. ágúst https://felagsmalaskoli.is/course/veikinda-og-slysarettur-vefnam

 

Lestur launaseðla og launaútreikningur

1.-31. október Verð: 8900 kr

Nemendur fá kennslu í uppbyggingu launaseðla og launaútreikninga samkvæmt gildandi kjarasamningum. Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða, yfirvinnu, stórhátíðarkaups og vaktaálags. Einnig er farið í útreikninga á staðgreiðslu skatta samkvæmt reglum skattsins og þeirra iðgjalda í lífeyrissjóði og aðra sjóði sem skylt er að reikna og draga frá launum. Einnig er lögð áhersla á mikilvægi varðveislu launaseðla.

Skráningu lýkur 30. september kl. 12:00 https://felagsmalaskoli.is/course/lestur-launasedla-og-launautreikningur

 

Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða

1.-31. október Verð: 8900 kr.

Megináhersla er lögð á hlutverk og starf trúnaðarmannsins samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum. Hvaða þekkingu þarf trúnaðarmaður að hafa og hvar getur hann leitað sér upplýsinga um túlkanir á gildandi kjarasamningum og vinnurétti. Einnig er farið yfir meðhöndlun umkvartana samstarfsfólks og hvað ber að hafa í huga við úrvinnslu þeirra.

Skráningu lýkur 30. september kl. 14 https://felagsmalaskoli.is/course/trunadarmadurinn-starf-hans-og-stada-vefnam

 

Uppsagnir og uppsagnarfrestur

1.-30. nóvember Verð: 5500 kr

Námskeiðinu er ætlað að varpa ljósi á þær skyldur sem bæði starfsfólk og atvinnurekendur hafa samkvæmt gildandi kjarasamningum þegar um uppsögn er að ræða. Farið er í form uppsagnar, mikilvægi formlegs uppsagnarbréfs og afhendingar þess. Einnig er farið í lengd uppsagnarfrests eftir mismunandi kjarasamningum. Skoðaðar eru uppsagnir í tengslum við orlof, veikindi og slys sem og þeirra sem njóta uppsagnaverndar. Námskeiðið er rafrænt og fer fram þannig að nemendur horfa á upptöku af fyrirlestri og að honum loknum þurfa nemendur að leysa verkefni í formi spurninga.

Skráningu lýkur 30. september kl. 12 https://felagsmalaskoli.is/course/uppsagnir-og-uppsagnarfrestur-vefnam

 

Fjarnámskeið – kennt á zoom

 

Samskipti á vinnustað

  1. september 9:00 – 12:00 

Á námskeiðinu er farið yfir hvað eru góð samskipti á vinnustað, mikilvægi þeirra, hvernig stuðla megi að góðum samskiptum. Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra. Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað og hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda.

Kennari: Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir, sviðsstjóri hjá ASÍ

Skráningu lýkur 9. september kl. 14 https://felagsmalaskoli.is/course/samskipti-a-vinnustad-fjarnam

 

Lestur launaseðla og launaútreikningur

  1. september 9:00-12:00 

Nemendur fá kennslu í uppbyggingu launaseðla og launaútreikninga samkvæmt gildandi kjarasamningum. Einnig er farið í útreikninga á staðgreiðslu skatta samkvæmt reglum skattsins og þeirra iðgjalda í lífeyrissjóði og aðra sjóði sem skylt er að reikna og draga frá launum. Einnig er lögð áhersla á mikilvægi varðveislu launaseðla.

Kennari: Sigurlaug Gröndal, leiðbeinandi hjá Félagsmálaskóla alþýðu

Skráning lýkur 23. september https://felagsmalaskoli.is/course/lestur-launasedla-og-launautreikningur/

 

Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða

  1. október 9:00 – 12:00 Verð: 8900 kr. 

Megináhersla er lögð á hlutverk og starf trúnaðarmannsins samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum. Hvaða þekkingu þarf trúnaðarmaður að hafa og hvar getur hann leitað sér upplýsinga um túlkanir á gildandi kjarasamningum og vinnurétti. Einnig er farið yfir meðhöndlun umkvartana samstarfsfólks og hvað ber að hafa í huga við úrvinnslu þeirra.

Kennari: Sigurlaug Gröndal, leiðbeinandi hjá Félagsmálaskóla alþýðu

Skráningu lýkur 7. október kl. 12 https://felagsmalaskoli.is/course/trunadarmadurinn-starf-hans-og-stada-fjarnam

 

Sjálfsefling

  1. október 9:00 – 12:00 Verð: 8900 kr. 

Á námskeiðinu er farið í helstu þætti í umhverfi okkar sem hefur áhrif á sjálfstraust og hvernig það hefur áhrif á samskipti á milli fólks. Einnig er skoðað hvernig við getum eflt sjálfstraust okkar og styrkt í daglegu lífi.

Kennari: Sigurlaug Gröndal, leiðbeinandi hjá Félagsmálaskóla alþýðu

Skráningu lýkur 21. október kl. 12 https://felagsmalaskoli.is/course/sjalfsefling-fjarnam

 

Samningatækni

  1. október 9:00 – 12:00 Verð: 8900 kr. 

Á námskeiðinu er farið yfir eðli og markmið samninga. Megináhersla er lögð á eðli og markmið samninga, grunnatriði samningatækni og hvernig hún er notuð í daglegu lífi við úrlausn mála. Fjallað er um hvernig við getum metið stöðu okkar til að ná samkomulagi á vinnustað við stjórnendur og hvernig við bregðumst við deilum og vinnum okkur niður á samkomulag.

Kennari: Sigurlaug Gröndal, leiðbeinandi hjá Félagsmálaskóla alþýðu

Skráningu lýkur 28. október kl. 12 https://felagsmalaskoli.is/course/samningataekni-fjarnam

 

Túlkun talna og hagfræði

  1. nóvember 9:00 – 12:00 Verð: 8900 kr.

Á námskeiðinu er farið í helstu viðfangsefni hagfræðinnar, kynnt ýmis hagfræðileg hugtök og hvernig þau tengjast daglegu lífi. Einnig verður fjallað um mikilvægi samkeppni og neytendaverndar á markaði. Kynnt er starf verðlagseftirlit ASÍ og mikilvægi þess. Fjallað er um samband launa og verðlags – verðbólgu og áhrif hennar á kaupmátt. Einnig er fjallað um hvernig hagfræðin kemur að gerð kjarasamninga.

Kennari: Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur ASÍ

Skráningu lýkur 12. nóvember kl. 12 https://felagsmalaskoli.is/course/tulkun-talna-og-hagfraedi-fjarnam

 

Vinnueftirlit – vinnuvernd

  1. nóvember 9:00 – 12:00 Verð: 8900 kr

Megináhersla er lögð á hlutverk Vinnueftirlitsins og vinnuvernd á vinnustöðum. Lögð er áhersla á lög um nr. 46 frá 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Til að mynda um eftirlit á vinnustöðum, ábyrgð á hollu og öruggu vinnuumhverfi og hvað felst í öryggi og hollustuháttum á vinnustað.

Farið verður yfir hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda og hvernig kosning og val þessara aðila fer fram.

Kennari: Sigurlaug Gröndal, leiðbeinandi hjá Félagsmálaskóla alþýðu

Skráningu lýkur 18. nóvember kl. 12 https://felagsmalaskoli.is/course/vinnueftirlit-vinnuvernd-fjarnam

 

Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn

  1. desember  9:00 – 12:00 Verð: 8900 kr

Fjallað er um þjóðfélag, samfélag og ýmis hugtök tengd því. Fjallað er um mikilvægi þess að vera þátttakandi í samfélagi sem byggir á lýðræði og þátttöku almennings. Farið er í skipulag stjórnkerfis á Íslandi, uppbyggingu og hlutverk stéttarfélaga og hagsmunasamtaka launafólks og atvinnurekenda, uppbygging vinnumarkaðarins, samningaviðræður og gildi kjarasamninga.Í lokin er farið yfir tölulegar upplýsingar tengdum vinnumarkaðnum, þróun launa, framtíðarspár starfa og mannfjöldaspár.

Kennari: Sigurlaug Gröndal, leiðbeinandi hjá Félagsmálaskóla alþýðu

Skráningu lýkur 2. desember kl. 12 https://felagsmalaskoli.is/course/thjodfelagid-og-vinnumarkadurinn-fjarnam

 

Almannatryggingar og lífeyrissjóðir

  1. desember 9:00 – 12:00 Verð: 8900 kr

Megináhersla er lögð á tilurð og uppbyggingu almannatrygginga- og lífeyrissjóðakerfisins. Farið er í hugmyndafræði íslenska lífeyrissjóðakerfisins, styrk þess og hvernig það byggir á samkomulagi verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Fjallað er um skylduaðild, tryggingavernd og samspil lífeyrissjóðanna og almannatryggingakerfisins. Einnig er skoðuð réttindaávinnsla og taka lífeyris.

Kennari: Sigurlaug Gröndal, leiðbeinandi hjá Félagsmálaskóla alþýðu

Skráningu lýkur 9. desember kl. 12  https://felagsmalaskoli.is/course/almannatryggingar-og-lifeyrissjodir-fjarnam

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?