ASÍ og BSRB boða til opins fundar um fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar fimmtudaginn 13. febrúar á Hótel Natura. Fundurinn verður milli klukkan 8:30 og 10:00 en boðið verður upp á morgunkaffi og léttar veitinga frá klukkan 8:00.
Fyrirlesarar á fundinum verða Birgir Jakobsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands og Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur. Einnig verða stutt innslög frá Páli Matthíassyni forstjóra Landsspítala og Bjarna Smára Jónassyni forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Fundinum verður streymt á vefsíðum ASÍ og BSRB fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar og skrá sig til leiks á Facebook-viðburði fundarins.