Óforskammaður áróður stjórnenda Kópavogsbæjar

Í morgun bárust fregnir af því að stjórnendur Kópavogsbæjar reyndu nú með beinum hætti hafa áhrif á atkvæðagreiðslu félagsfólks Starfsmannafélags Kópavogs (SfK) um verkfall vegna kjaradeilu BSRB félaga við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur undanfarna daga vísvitandi reynt að þvæla umræðuna og haldið frammi rangfærslum um ágreiningsatriði við fjölmiðla og stjórnendur sveitarfélaga.

Stjórnendur Kópavogsbæjar dreifa nú þessum sömu rangfærslum til starfsmanna sinna með það að markmiði að draga úr þátttöku í atkvæðagreiðslum og koma í veg fyrir verkföll í sveitarfélaginu.

BSRB fordæmir þessa aðför stjórnenda Kópavogsbæjar að lýðræðislegri kosningu félaga SfK og hvetur félagsfólk til að sýna samstöðu og greiða atkvæði um verkföll um land allt. Þitt atkvæði skiptir máli.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?