Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða ASÍ, BSRB, BHM, Kennarasamband Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kvenréttindafélag Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja SSF til hádegisfundar á Hilton Reykjavík Nordica þann 8. mars kl. 12–13:15. Yfirskrift fundarins er „Er vinnumarkaðurinn vaknaður? #Metoo og lægri þröskuldur”.
Fundinum mun einnig vera deilt í streymi á samfélagsmiðlum og upptaka verður aðgengileg að fundi loknum.
Dagskrá:
Fundarstýra: Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
Er #metoo orðsporsáhætta fyrir atvinnulífið – eða eitthvað annað og meira?
Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu ehf.
Reynsla erlendra kvenna af vinnustaðatengdu ofbeldi (Immigrant women's experiences of employment based violence)
Linda Rós Eðvarðsdóttir, doktorsnemi
Hlutverk aktívista og áhrif frásagna (the role of activists and the power of storytelling)
Edda Falak, þáttastjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur
Þeir elska okkur einar en hata okkur saman (They love us alone but they hate us together)
Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikafræðingur
Viðburðurinn fer fram á 2. hæð í sal H á Hilton Reykjavík Nordica þar sem boðið verður uppá að kaupa grænmetissúpu og kaffi á 3500kr. Fundurinn verður haldinn á íslensku og túlkaður á ensku.