Formaður BSRB verður einn fyrirlesaranna á málþingi um styttingu vinnuvikunnar sem Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, efnir til í Hörpu, Rímu A og B, laugardaginn 12. janúar.
Markmiðið með málþinginu er að þroska enn frekar umræðuna um þetta mikilvæga hagsmunamál íslensks launafólks og auka skilning á þeim möguleikum sem stytting vinnuvikunnar hefur fyrir íslenskt samfélag.
Efnt er til málþingsins með stuðningi ASÍ, BRSB, BHM og Eflingar stéttarfélags. Fundarstjóri verður Katrín Oddsdóttir.
Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:
- Björn Þorsteinsson prófessor opnar málþingið fyrir hönd stjórnar Öldu.
- Aidan Harper, New Economics Foundation: Skemmri vinnuvika og lífsgæði, áhrif á náttúruna og samfélagið. Tengsl við aukna framleiðni.
- Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB: Styttri vinnuvika - Eftir hverju erum við að bíða? Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og ríkisins.
- Ragnar Þór Ingólfsson, VR. Stytting vinnuvikunnar, nýr fókus.
- Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar: Reynslusaga um styttingu vinnudagsins.
- Guðmundur D. Haraldsson, Öldu: Vinnustundir á Íslandi í alþjóðlegu samhengi, svolítið um Eflingarskýrsluna
Að loknum erindum um ýmsar hliðar styttingar vinnuvikunnar verða pallborðsumræður um málefnið.
Aðgangur að málþinginu er ókeypis og BSRB hvetur alla sem hafa áhuga á styttingu vinnuvikunnar til að mæta og fræðast. Til að hægt sé að áætla þann fjölda sem líklegt er að mæti væri afar gott ef þeir sem ætla að koma geti skráð sig til þátttöku á Facebook-viðburði sem stofnaður hefur verið fyrir málþingið, en það er ekki nauðsynlegt.