Formaður BSRB ávarpar baráttufund 1. maí

Kröfugangan leggur af stað klukkan 13:30.

Nú styttist í alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins, 1. maí, og dagskrá hátíðarhaldanna í Reykjavík tilbúin. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, verður annar ræðumanna á baráttufundi á Ingólfstorgi og Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri bandalagsins, ávarpar baráttufund í Árborg.

Dagskrá 1. maí hátíðarhaldanna í Reykjavík 2019 hefst á því að safnast verður saman á Hlemmi klukkan 13:00. kröfugangan leggur af stað áleiðis niður á Ingólfstorg klukkan 13:30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni.

Útifundur á Ingólfstorgi verður settur klukkan 14:10.

Dagskrá fundarins:

  • GDRN
  • Ræða: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
  • GDRN
  • Ræða: Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
  • Bubbi Morthens
  • Samsöngur - Maístjarnan og Internasjónalinn
  • Fundarstjóri: Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri Sameykis – stéttarfélags í almannaþágu

Öll dagskráin verður táknmálstúlkuð og sungið verður á táknmáli í tónlistaratriðum. Nánari upplýsingar má finna á Facebook-viðburði vegna 1. maí.

Yfirskrift dagsins að þessu sinni er: Jöfnum kjörin – Samfélag fyrir alla!

Að baráttufundi loknum mun BSRB bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og veitingar í húsnæði bandalagsins við Grettisgötu 89. Verið velkomin!


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?