7. október á hverju árum höldum við upp á alþjóðadag mannsæmandi vinnuskilyrða. Dagurinn er haldinn að frumkvæði ITUC, Alþjóðasambands verkalýðshreyfingarinnar, og taka verkalýðsfélög út um allan heim þátt. „Í ár fögnum við einnig nýrri samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem lengi hefur verið beðið eftir," segir forystufólk Norrænu verkalýðshreyfingarinnar og Eystrasaltsríkjanna í sameiginlegri grein sem birtist í dag.
#metoo afhjúpaði algengi brota
Eftir margra ára baráttu alþjóðlegu verkalýðshreyfingarinnar afgreiddi þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO, samþykkt í júní gegn ofbeldi og áreitni í vinnuumhverfinu. Eins og fjallað var um á vef BSRB í sumar er um sögulega samþykkt að ræða. Baráttan gegn kynbundnu og kynferðislegu áreitni og ofbeldi hefur verið ofarlega á baugi árum saman, en þó kannski mest síðustu ár, eftir að #metoo hreyfingin afhjúpaði alvarleika og algengi brota af þessu tagi.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, er formaður stjórnar NFS - Norræna verkalýðssambandsins. NFS er samband bandalaga verkalýðsfélaga á Norðurlöndunum sem hefur það hlutverk að samræma starf verkalýðsfélaga í löndunum, auka samvinnu milli landa og vinna að hagsmunum launafólks. Í tilefni dagsins skrifa Sonja, framkvæmdastjóri NFS og forystufólk verkalýðshreyfingarinnar í Eystrasaltsríkjunum Eistlandi, Lettlandi og Litháen sameiginlega grein um efni samþykktarinnar. Greinin birtist meðal annars í Arbeidsliv I Norden.
„Við höfum nú alþjóðleg verkfæri sem viðurkennir rétt allra til vinnu án áreitni og ofbeldis og viðurkennir að brot á samþykktinni séu mannréttindabrot,“ segir forystufólkið í grein sinni í dag.
Kallað eftir fullgildingu
Í samþykktinni eru lagðar ýmsar skyldur á aðildarríki ILO. Hugtökin ofbeldi og áreitni eru skilgreind og tiltekið hverjir njóta verndar. Er það allt vinnandi fólk, sama hvert ráðningarfyrirkomulag þeirra er. Tekið er fram að samþykktin gildi einnig í vinnuferðum, í samskiptum tengdum vinnu, svo sem í tölvupósti og á samfélagsmiðlum, og á leið til og frá vinnu. Í íslenskum lögum er ekki skýrt að starfsmenn séu verndaðir fyrir áreitni á leið sinni til og frá vinnu, en hið gagnstæða gildir til dæmis um vinnuslys.
„Samþykktin tekur gildi tólf mánuðum eftir að tvö aðildarríki ILO hafa fullgilt hana. Við vonum innilega að stjórnvöld í Eystrasaltsríkjunum og á Norðurlöndunum verði meðal þeirra fyrstu til að fullgilda samþykktina,“ segir í lokaorðum forystufólksins.
____________________________
Greinin á ensku:
ILO Convention on Violence and Harassment an issue of Decent Work?
Every year on 7th October we celebrate the World day of Decent Work. This year we also celebrate the creation of a new ILO Convention, one that has been long due.
After many years of struggle by the global unions, the ILO in June adopted a convention and a recommendation against violence and harassment in working life.
We now have international instruments that recognize the right of everyone to work free from violence and harassment! Moreover, violations against the Convention can constitute a human rights violation or abuse.
The definition of violence and harassment is broad and emphasizes gender-based violence and harassment. Sexual harassment and bullying are included, among other things. It can be actions "face to face" or through digital media. The impact of domestic violence on the world of work is also included.
These instruments are valid in the world of work regardless of the business sector, in both the private and public sectors and in the formal and informal economy.
Workers and other people are covered, irrespective of the kind of employment contract or relationship, including people in training, platform workers in the gig economy and job applicants. The Convention also takes into account the involvement of third parties (e.g. clients, customers and patients), both in their capacity as perpetrators and victims.
These instruments are strong and practical and provide a clear framework for action and a sturdy way of responsibly dealing with violence and harassment. The instruments call for workplace risk assessments, training, attitude changes and awareness-raising measures. Obviously, these measures are best planned in cooperation between the employer and the trade union at the workplace level.
The Convention is a great historical achievement. The instruments are important but also require hard work to implement, even in the Nordic countries. It is about time to start planning together with national trade unions for ratification!
The Convention enters into force 12 months after two member states have ratified it. We sincerely hope that the Baltic and Nordic governments will be among the first to ratify!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, President, Council of Nordic Trade Unions (NFS) and the Federation of State and Municipal Employees (BSRB), Iceland
Magnus Gissler, General Secretary, Council of Nordic Trade Unions
Peep Peterson, President, The Estonian Trade Union Confederation (EAKL), Estonia
Irena Liepina, Vice President, Free Trade Union Confederation of Latvia (LBAS)
Inga Ruginienė, President, Lithuanian Trade Union Confederation (LPSK)
Kristina Krupavičienė, President, Lithuanian Trade Union Solidarumas