Vel sóttur samstöðufundur í morgun

Samstöðufundur fór fram á Austurvelli nú í morgun þar sem félagsmenn SFR, SLFÍ og LL komu saman til að ítreka kröfur sínar um sambærilegar launahækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn hafa þegar fengið. Fundurinn var vel sóttur.

Verkfall SFR og SLFÍ hófst í morgun og stendur út morgundaginn, föstudaginn 16. október. Önnur lota verkfallsins hefst svo á mánudaginn kemur hafi ekki samist fyrir þann tíma.

Samninganefndir SFR, SLFÍ og LL funduðu allan gærdaginn með samninganefnd ríkisins þar sem einhverjar nýjar hugmyndir að samningi voru ræddar. Félögin hafa verið að fara yfir þessar hugmyndir og munu aftur funda með samninganefnd ríkisins síðar í dag.

Verkfallsmiðstöð félaganna er á 1. hæð í húsi BSRB að Grettisgötu 89. Fólk er hvatt til að líta þar við, hitta aðra félaga og sýna samstöðu í baráttunni.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?