Í kjölfar niðurstaðna atkvæðagreiðslu þar sem helmingur félagsmanna felldi samninga ASÍ og SA hafa augun beinst í ríkara mæli að áformum ríkisins í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. Samninganefnd ríkisins hafði þegar lagt fram tilboð sem fól í svipaðar hækkanir og samningur ASÍ og SA , en SFR hafnaði því eins og kunnugt er.
Í Morgunblaðinu um helgina er Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins inntur eftir áherslum samninganefndar ríkisins í ljósi nýrrar stöðu, en þar ítrekar hann að óbreytta afstöðu ríkisins. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR sem er stærsta félagið innan BSRB, segist líta svo á að tilboð sem þegar hafi komið frá ríkinu og byggi á samskonar samkomulagi og hafnað var á almennum vinnumarkaði sé nú út af borðinu.
„Það dettur engum heilvita manni í hug að semja út frá því núna þegar búið er að fella það víðast hvar í þjóðfélaginu," segir hann. Megináherslur SFR séu að ná fram leiðréttingu á launamun milli opinbera markaðarins og almenna markaðarins og að samið verði um jafnlaunapotta til að útrýma kynbundnum launamun.
Frétt Morgunblaðsins má sjá hér.