Trúnaðarmenn frá STH og STAMOS í heimsókn

Rúmlega 20 trúnaðarmenn Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar sóttu vinnudag í húsnæði BSRB við Grettisgötu í vikunni. 

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, tók á móti hópnum og fór yfir skipulag bandalagsins og starfsemina í húsinu.

Að því loknu tók við markviss hópavinna undir stjórn Gylfa Dalmanns Aðalsteinssonar vinnumarkaðsfræðings. Þar lærðu þátttakendur hverjir af öðrum og greindu starf og áskoranir sem fylgja starfi trúnaðarmannsins. 

Dagurinn tókst vel í alla staði og verður afraksturinn notaður til að styrkja og efla enn frekar starf trúnaðarmanna félaganna tveggja.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?