Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar fagnar 90 ára afmæli sínu nú um helgina en félagið var formlega stofnað þann 17. janúar 1926. Af þessu tilefni stendur félagið fyrir dagskrá alla helgina þar sem félagsmönnum og fjölskyldum þeirra verður m.a. boðið upp á tónlistarflutning, sundferðir, yoga, ratleiki og fleira.
Laugardaginn 16. janúar kl. 11 og 13 er félagsmönnum ásamt fjölskyldu boðið á Ylströndina, í sjósund og heita pottinn. Sigrún Þuríður Geirsdóttir Ermasundsfari verður í heita pottinum
og segir frá undirbúningi og reynslu sinni af sundinu.
Sunnudag 17. janúar kl. 10-13 er félagsmönnum ásamt fjölskyldum boðið í eftirtaldar sundlaugar þar sem boðið verður upp á ýmsar uppákomur.
• Sundhöllin í Reykjavík: Aqua Zumba kl. 10:15
• Laugardalslaug: Tónlistaratriði með Leone Tinganelli ásamt hljómsveit kl. 11 og 12
• Grafarvogslaug: Sundleikfimi undir stjórn Brynjólfs Björnssonar kl. 11
• Breiðholtslaug: Yoga float 10:30 til 12:30
• Vesturbæjarlaug: Tónlistaratriði með Möggu Stínu kl. 11 og 12
• Árbæjarlaug: Aqua Zumba kl. 12:15
• Sundlaug á Jaðarsbökkum Akranesi: Sundleikfimi undir stjórn Sigurðar Sigurðssonar kl. 11
Boðið verðu upp á kaffi, kókómjólk og kleinur í öllum laugunum.
Sunnudag kl. 13-15 er félagsmönnum ásamt fjölskyldum þeirra boðið í Húsdýragarðinn, í fjölskylduratleik þar sem ungir og aldnir njóta sín. Félagsmenn eru beðnir um að framvísa félagsskírteini eða boðskorti sem þeir hafa fengið sent til að komast á þessa viðburði.
Frekari upplýsingar má nálgast á vef Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.