Samflot bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hefur undirritað nýjan kjarasamning f.h. St. Fjallabyggðar og SDS og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu vegna starfsmanna á Hornbrekku Ólafsfirði og Fellsenda Dalabyggð.
Kjarasamningurinn er sambærilegur við samning sem gerður var fyrir starfsmenn Fjallabyggðar og gildistími er sá sami eða frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015. Atkvæðagreiðsla fór fram á kynningarfundum á Hornbrekku miðvikudaginn 17. des. og Fellsenda fimmtudaginn 18. des. og var samningurinn samþykktur með öllum greiddum atkvæðum en 51,04 % félagmanna greiddu atkvæði.