Vinna stýrihóps sem standa mun fyrir tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hjá ríkinu er nú komin af stað. Markmiðið er að kanna hvort stytting vinnuviku úr 40 klukkustundum í 36 geti haft í för með sér gagnkvæman ávinning fyrir starfsmenn og vinnuveitanda.
Stöð 2 fjallaði um verkefni hópsins nýverið og ræddi við Kolfinnu Jóhannesdóttur, formanns stýrihópsins. Hún sagði ýmsar ástæður liggja að baki því að farið sé í þetta verkefni. „Við erum með langa vinnuviku og menn hafa verið að skoða og bera það til dæmis saman við mælikvarða eins og landsframleiðslu og við höfum ekki komið neitt sérstaklega vel út í samanburði við samanburðarþjóðir í þessum efnum þannig að það er full ástæða til þess að kanna þetta.“
Stofnanir sem taka þátt valdar eftir sumarleyfi
Það hefur verið skýr stefna BSRB í rúman áratug að vinna að styttingu vinnuvikunnar og því er það fagnaðarefni að vinna starfshópsins sé komin af stað. Reikna má með að vinna við að finna stofnanir til að taka þátt í þessu tilraunaverkefni hefjist strax að loknum sumarleyfum.
Tilraunaverkefni af svipuðum toga hefur verið í gangi hjá Reykjavíkurborg í rúmt ár. Niðurstöður eftir rúmt ár voru kynntar í maí og lofa afar góðu fyrir framhaldið.
Horfa má á frétt Stöðvar 2 um styttingu vinnuvikunnar hér.
- Skoðun
- Skoðun
- Stefna
- Málefnin
- Ályktanir
- Ályktun 47. þings um réttlát umskipti
- Ályktun 47. þings um sí- og endurmenntun
- Ályktun 47. þings BSRB um stöðu heilbrigðismála
- Ályktun 47. þings BSRB um málefni innflytjenda
- Ályktun 47. þings BSRB um húsnæðismál
- Ályktun 47. þings BSRB um að brúa umönnunarbilið
- Ályktun 47. þings BSRB um kvenfrelsi
- Drög að ályktun 47. þings BSRB um efnahagsmál
- Umsagnir
- Fréttir
- Vinnuréttur
- Vinnuréttur
- Upphaf starfs
- Starfsævin
- Aðbúnaður starfsmanna
- Áminning í starfi
- Fæðingar- og foreldraorlof
- Breytingar á störfum
- Launagreiðslur
- Orlofsréttur
- Persónuvernd starfsmanna
- Réttindi vaktavinnufólks
- Staða og hlutverk trúnaðarmanna
- Veikindaréttur
- Munurinn á embættismönnum og öðrum ríkisstarfsmönnum
- Jafnrétti á vinnumarkaði
- Aðilaskipti að fyrirtækjum
- Lok starfs
- Aðildarfélög
- Um BSRB