Póstmannafélag Íslands var stofnað á þessum degi árið 1919 og er því 95 ára í dag. Það þýðir jafnframt að Póstmannafélagið er eitt af elstu starfandi stéttarfélögum í á Íslandi.
Stofnfélagar Póstmannafélagsins voru 11, þar af tvær konur. Þá voru mánaðarlaun hjá konum 100 kr. og 157 kr. hjá körlum. Eitthvað hefur dregið saman með kynjunum í launum á þessum tæpu hundrað árum en skv. kjarakönnun BSRB frá síðasta ári er þó enn óútkýrður munur á launum kynjanna.
Núverandi félagsmenn Póstmannafélagsins eru rúmlega 800 þar af eru konur tæplega 60%. BSRB óskar Póstmannafélaginu hjartanlega til hamingju með daginn.