Staða framkvæmdastjóra NFS, Norræna verkalýðssambandsins, er nú laus til umsóknar. Viðfangsefni framkvæmdastjóra NFS er að leiða skrifstofu sambandsins, starfa með stjórn sambandsins og koma fram fyrir hönd NFS út á við. Framkvæmdastjórinn er kosinn af stjórn til fjögurra ára í senn með möguleika á framlengingu.
NFS kemur fram fyrir hönd aðildarsamtakanna í norrænni samvinnu hefur hefur sem samtök sjálfstætt umboð til að hafa áhrif á Norræna ráðherraráðið og Norðurlandaráð. Innan alþjóðasamtaka launafólks hefur NFS það hlutverk að vera vettvangur samræmingar og samræðu aðildarsamtakanna til að hámarka áhrif og aðkomu Norðurlandanna.
Á skrifstofu sambandsins, sem staðsett er í Stokkhólmi, starfa fjórir starfsmenn; framkvæmdastjórinn, tveir sérfræðingar og starfsmaður með ábyrgð á fjármálum og daglegu starfi skrifstofunnar.
Frekari upplýsingar um NFS má sjá á heimasíðu www.nfs.net.
Framkvæmdastjórinn þarf að:
• hafa einlægan áhuga á að leiða og þróa starf samtaka sem lýtur félagspólitískri stjórn
• hafa forsendur til að hafa yfirlit yfir þróunina í umhverfinu og skilgreina stefnumarkandi atriði sem hafa áhrif á verkalýðshreyfinguna
• getað forgangsraðað verkefnum út frá heildarmyndinni, tekið ákvarðanir, dreift verkefnum og fylgt þeim eftir
• hafa góða hæfileika til að hlusta eftir og virða afstöðu aðildarsamtakanna og leggja grunn að sameiginlegri afstöðu þeirra
• veita innblástur, hvatningu og þróa samstarfsfólk sitt til hagsbóta fyrir starfsumhverfið
• hafa hæfileika til að fylkja starfsmönnum skrifstofunnar um markmið og forgangsröðun, vera bæði starfsfélagi og stjórnandi
• vera með næma kostnaðarvitund og árangursmiðaður
• geta miðlað markmiðum og forgangsröðun með skýrum hætti bæði innan samtakanna og út á við
Æskilegur bakgrunnur og ferill:
• umfangsmikil•reynsla af starfi samtaka stéttarfélaga
• reynsla af norrænu og alþjóðlegu samstarfi
• reynsla af starfsmannahaldi
• viðeigandi menntun, gjarnan meistaragráðu á háskólastigi
• hafa mjög gott vald á dönsku, norsku eða sænsku, sem er daglegt tungumál skrifstofunnar
• góð enskukunnátta og vald á öðru Evrópu tungumáli er kostur
• eiga gott með að tjá þig bæði í ræðu og riti
Persónulegir eiginleikar:
• vera næmur fyrir félagspólitískum straumum
• vera drífandi, skýr og búa yfir góðri samskiptafærni
• eiga gott með að umgangast annað fólk
• hafa aðgang að viðeigandi tengslaneti eða hæfileika til að mynda slíkt
Markmið og verkefni Norræna verkalýðssambandsins – NFS
Norræna verkalýðssambandið (NFS) er samstarfsvettvangur fyrir heildarsamtök launafólks á Norðurlöndunum. Aðild að NFS eiga sextán samtök sem saman standa af alþýðusamböndum, samtökum opinberra starfsmanna og samtaka háskólamanna á Norðurlöndunum. Þetta gerir NFS að samtökum yfir 9 milljón félagsmanna á öllum Norðurlöndunum. Mikilvægasta verkefni NFS er að tryggja náið samráð og samstarf milli aðildarsamtakanna. Samstarf þeirra snýst um að verja og treysta hagsmuni félagsmanna í víðum skilningi með því að skiptast á reynslu, hafa áhrif og vinna saman að einstaka málefnum.
Framtíðarsýn NFS er sjálfbær, samþættur og réttláttur vinnumarkaður fyrir alla. NFS vill því:
• standa vörð um mannréttindi, sérstaklega réttindi launafólks og stéttarfélaganna
• efla norrænt, evrópskt og alþjóðlegt samstarf sem miðar að því að treysta stöðu og réttindi launafólks
• leggja sitt af mörkunum til að þróa og efla norræna vinnumarkaðslíkanið, stuðla að atvinnu fyrir alla og sjálfbæra atvinnuuppbyggingu.