Kröfugerð SFR birt

Trúnaðarmannaráð SFR samþykkti kröfugerð félagsins á fundi sínum í gær og verður hún kynnt viðsemjendur á næstunni. Í kröfugerðinni kemur m.a. fram að gert er ráð fyrir því að samið verði til skamms tíma að þessu sinni. Enda ríkir mikil óvissa um þróun efnahagsmála og aðgerðir stjórnavalda í ríkisfjármálum.

Meginmarkmið kröfugerðarinnar eru eftirfarandi;

Að auka kaupmátt launa og verja hann.

Að samið verði um sérstakan jafnlaunapott til að draga úr kynbundnum launamun.

Að laun verði sambærileg við það sem gerist á almennum vinnumarkaði.

Að launatafla SFR verði endurnýjuð.

Að aðferðafræði við gerð  stofnanasamningar verði endurskoðuð.

Stytta vinnuviku vaktavinnufólks.

kröfugerðina í heild má nálgast hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?