Forystufræðsla á vorönn

Í vor verður boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá í Forystufræðslunni. Námskeiðin eru fjögur og taka á mjög ólíkum þáttum sem allir nýtast vel í starfi. Smelltu á nafn námskeiðs til að fá nánari upplýsingar og skrá þig til þátttöku. 


Vinnustofa um markmið og skipulag - 9. febrúar, kl. 9-12. 
Lærðu að nýta skipulagningu og markmiðasetningu til þess að auka afköst og margfalda líkur á árangri.  

Að koma fram í fjölmiðlum - 23. febrúar, kl. 9-16. 
Hvernig klæði ég mig? Hvað á ég að segja? Hvernig á ég að segja það? Þetta eru allt spurningar sem svarað verður á þessu frábæra námskeiði. 

Að starfa í stjórn séttarfélags - 29. mars, kl. 9-16. 
Hér verður fjallað um helstu atriði sem stjórnarmenn í stéttarfélögum þurfa að hafa í huga í starfi sínu. 

Umsjón funda og ólík fundarform - 12. apríl, kl. 9-16. 
Fundarstjórn, fundarritun, tímastjórnun, mælendaskrá, undirbúningur og fundarboðun. Hér verður farið yfir öll grundvallaratriði fundarskapa og skipulags. 

Upplýsingar og aðstoð eru veittar hjá Starfsmennt í síma 550 0060 og á smennt@smennt.is





Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?