Alþjóðlegur dagur vatnsins er haldinn ár hvert þann 22. mars og er markmiðið að beina sjónum að vatnsskorti í heiminum og stuðla að sjálfbærum nýtingum á vatnsauðlyndum heimsins. Það eru SÞ sem halda daginn árlega til að vekja athygli á þessu mikilvæga máli.
Á Íslandi er vantsneysla með því mesta sem gerist í heiminum enda Íslendingar ríkir þegar kemur að vatnslindum. BSRB hefur í gegnum árin lagt ríka áherslu á að þær auðlindir séu og verði áfram í eigu almennings og megi ekki framselja til annarra. Víða um heim hafa vatnslindir verið seldar til einkaaðila en fyrir fáeinum árum stóð BSRB fyrir herferðinni „Vatn fyrir alla“ sem miðaði að því að tryggja almannaeigu vatnsins á Íslandi. Nær öll samtök á vinnumarkaði skrifuðu undir samkomulag þess efnis enda mikilvægt að tryggt sé að allir hafi jafnan aðgang að vatni.
PSI, Alþjóðasamtök opinberra starfsmanna, hafa einnig látið sig málið varða og hér má fræðast nánar um áherslur samtakana fyrir alþjóðlega vatnsdaginn 2015.