Undirbúningur kvenna- og jafnréttisráðstefnunnar Nordiskt Forum sem haldin verður í Malmö 12. til 15. júní er í fullum gangi um þessar mundir, enda aðeins rúmir þrír mánuðir þar til þessi stórkostlega kvenna- og jafnréttishátíð fer fram. „Íslenskar konur eru í startholunum, við finnum fyrir miklum áhuga og hvetjum konur til þess að skrá sig sem fyrst,“ segir Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastýra Kvenfélagasambands Íslands, en hún situr í norræna stýrahóp Nordiskt Forum.
Viðamikil dagskrá verður á Nordiskt Forum sem skiptist gróflega í fernt. Í fyrsta lagi má nefna dagskrána á stóra sviðinu í Malmö Arena þar sem stjörnurnar stíga á stokk. Í öðru lagi er norræna dagskráin sem er hugmyndafræðilegt hjarta ráðstefnunnar. Í norrænu dagskránni verða haldin 24 málþing þar sem áskoranir jafnréttisbaráttunnar verða ræddar og lagðar til lausnir fyrir framtíðina. Í þriðja lagi er í boði afar fjölbreytt dagskrá sem stofnanir og félagasamtök frá öllum Norðurlöndunum standa fyrir. Að lokum verða í boði ýmis konar menningarviðburðir og skemmtilegar uppákomur sem munu setja svip sinn á hátíðarsvæðið og Malmö.
Styrkhæft hjá stéttarfélögum
Íslenskum konum er bent sérstaklega á að skoða rétt sinn til ferðastyrkja hjá stéttarfélagi sínu. Stéttarfélög hafa ýmis konar fyrirkomulag á styrkjum til endurmenntunar og því einfaldast fyrir alla að athuga fyrirkomulagið hver hjá sínu félagi. Þess má geta að styrktarsjóðir hafa tekið vel í að líta á Nordiskt Forum sem endurmenntun.
Þátttakendur skrá sig til leiks á heimasíðu Nordiskt Forum, www.nf2014.org, en þar eru allar helstu upplýsingar á íslensku. Þegar fólk skráir sig inn birtast líka möguleikar til þess að bóka hótel og er tilvalið að fara þá leið, þó að vissulega sé einnig hægt að bóka gistingu eftir öðrum leiðum.
Icelandair og Nordiskt Forum
Icelandair hefur búið til hópatilboð fyrir Nordiskt Forum, sjá hér:
Ísland
Fyrir hönd Íslendinga standa Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands að Nordiskt Forum. Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastýra Kvenfélagasambandsins situr í stýrihóp ráðstefnunnar.
Stutt um Nordiskt Forum:
Hvar: Ráðstefnan er haldin í Malmö Arena Malmö Exhibition, Svíþjóð.
Hvenær: 12.-15. júní 2014
Hvernig: Fyrir nánari upplýsingar heimsækið www.nf2014.org
Verð: 800 SEK / 650 fyrir námsmenn og atvinnulausa
Vertu vinur Nordiskt Forum á Facebook
Vertu vinur okkar á Twitter @NFM2014
Fyrir nánari upplýsingar, hafið samband við:
Sigríði Björg Tómasdóttur, verkefnastjóra á Íslandi, 821-7506, nf2014@krfi.is
Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur, framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands, kvenrettindafelag@gmail.com
Ítarefni
Nordiskt Forum
Búist er við þúsundum gesta á Nordiskt Forum, ásamt fjölda fræðimanna, stjórnmálamanna, hetja, aktífista, listamanna og viðskiptamanna.
Fjöldi aðila hafa unnið að undirbúningi ráðstefnunnar, félagasamtök, ríkisstjórnir og einstaklingar. Okkur finnst sem við höfum öll unnið saman. “Nú förum við loks að sjá árangur að þessari vinnu, en dagskráin er öll að smella saman,” segir Caroline Matsson, aðalskipuleggjandi ráðstefnunnar.
Dagskrá Nordiskt Forum er skipt í nokkra hluta: aðaldagskrána í Arena ráðstefnuhöllinni, sérstaka norræna dagskrá, menningardagskrá, kvikmyndadagskrá og opna dagskrá þar sem hundruð félagasamtaka kynna starfsemi sína og skipuleggja viðburði.
Ásamt fyrirlestrum og skipulögðum viðburðum, þá stendur ráðstefnusvæðið opið almenningi, en þar geta gestir hlýtt á tónlist, horft á leiksýningar, pallborðsumræður, tekið þátt í dansi og kíkt á listasýningar.
Aðaldagskráin í Arena
Sérstök hátíðardagskrá er skipulögð í ráðstefnuhöllinni Arena undir yfirskriftinni “Great Actions, Great Ideas”. Þar geta gestir hlýtt á heimsfræga ræðumenn, fræðimenn, stjórnmálamenn, aktívista og listamenn. Dagskráin samanstendur af stuttum og skemmtilegum ræðum sem veita góða yfirsýn yfir það skemmtilegasta og ferskasta sem er að gerast í heimi jafnréttisbaráttunnar í dag. Dagskráin er skipulögð í þeim stíl sem Ted Talks hefur gert vinsælt á veraldarvefnum síðustu árin. Í Arena ráðstefnuhöllinni er einnig haldin opnunar- og lokahátíð ráðstefnunnar.
Í Arena geta gestir hlýtt á ræðumenn úr öllum áttum, til dæmis Vigdísi Finnbogadóttur, Sofi Oksanen , Catherine McKinnon , Raewyn Connell , Thomas Gunnarsson, Schyman , Alexandra Pascalidou , Soraya Post, Tina Rosenberg , Birgitta Ohlsson and Kawa Solfagary. Að auki stíga á stokk fjölda tónlistamanna og listamanna. Í dagskránni verða mismunandi áskoranir og sjónarmið rædd, spurningum varpað fram og kraftur þátttakenda virkjaður.
Norræna dagskráin
Norræna dagskráin er hjarta Nordiskt Forum. Í þessum hluta ráðstefnunnar verður farið yfir þær áskoranir sem blasa við jafnréttisbaráttunni á Norðurlöndum. Dagskráin byggist á aðgerðaráætlun Sameinuðu þjóðanna og Pekingráðstefnunnar 1995. Dagskránni er skipt í 12 efnisflokka, og á ráðstefnunni koma þátttakendur sér saman um aðgerðaráætlun sem lögð verður fram á lokadegi ráðstefnunnar. Þessi aðgerðaráætlun verður afhent fulltrúum norrænna ríkisstjórna og þjóðþinga.
Þátttakendur í pallborðsumræðum í þessum hluta dagskrárinnar koma frá öllum Norðurlöndunum, öllum sviðum samfélagsins, alls um 200 konur. Pallborðsumræðum í hverjum efnisflokki er skipt í tvennt. Í fyrra pallborðinu er farið yfir stöðuna eins og hún er í dag og þau vandamál sem helst blasa frammi fyrir okkur. Í síðara pallborðinu verður litið til framtíðarinnar og mögulegar lausnir á vandamálunum ræddar.
Opna dagskráin
Opna dagskráin er öllum opin! Þátttakendur eru meðal annars félagasamtök, aktívistar, lítil félög, fulltrúar kvennahreyfingarinnar, ríkisstofnanir, fyrirtæki, verkalýðsfélög, bæjarfélög, stjórnmálaflokkar, háskólar og aðrir aðilar. Hver sem er getur skipulagt eigin viðburð eða sett upp sýningu á starfi sýnu til að kynna sig fyrir gestum ráðstefnunnar.
Það er augljóst að hugmyndir um jafnrétti, femínisma og kvenrréttindi brenna á vörum fólks á Norðurlöndum þessa dagana. Í Svíþjóð bítast stjórnmálamenn um feminísk málefni í kosningabaráttu sinni, eitthvað sem gestir ráðstefnunnar eiga væntanlega eftir að taka eftir þegar þeir sækja ráðstefnuna í Malmö.
Enn er laust pláss fyrir félög og einstaklinga til að skipuleggja viðburði eða setja upp sýningarbás, og áhugasamir geta haft samband.
Bakslag í jafnréttismálum út um allan heim
Á Nordiskt Forum komum við saman til að taka púlsinn á jafnréttisumræðunni. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki skipulagt ráðstefnu um málefni kvenna og kvenréttindi síðan Peking ráðstefnan var haldin 1995. Ástæða þess er, meðal annars, að bakslag hefur orðið í réttindum kvenna út um allan heim. Þetta bakslag þýðir að ákveðin hætta er á því að þær aðgerðir sem voru samþykktar í Peking fyrir tuttugu árum gætu verið dregnar til baka ef enn á ný væri boðið til alþjóðlegrar ráðstefnu.
Dagskrá Nordiskt Forum og umræðan sem þar á sér stað byggist á aðgerðaráætlun Kvennaráðstefnunnar í Peking. Við hyggjumst koma okkur saman um nýjar aðgerðaráætlanir og samþykktir og lausnir sem við munum leggja fyrir norrænu ríkisstjórnirnar. Nordiskt Forum Malmö 2014 er skipulagt af 200 félagasamtökum kvennahreyfingarinnar í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.
Sífellt er að bætast við dagskrána
Við fáum í sífellu óskir um nýja viðburði, allt frá því að bjóða upp á hinsegin tangó til að bjóða einstökum stjórnmálamönnum, til stefnumótaþjónustu milli þeirra sem eru að leita sér að leiðbeinanda. Allir sem telja sig hafa eitthvað upp á að bjóða eru hvattir til að hafa samband við skipuleggjendur ráðstefnunnar, við tökum fagnandi við öllum ábendingum og hugmyndum!
Malmö bær hefur skipulagt sérstaka dagskrá í kringum ráðstefnuna. Í borginni á sama tíma er búið að skipuleggja hátíðardagskrá í Folketspark, með sérstaka feminíska dagskrá á laugardagskvöldið. Hægt er að
Sífellt bætast við dagskrárliðir, og áhugasamir geta fylgst með breytingum á heimasíðu ráðstefnunnar, www.nf2014.org. Þar sem dagskráin er löng getur verið erfitt að fá yfirsýn yfir viðburðina. Hægt er að velja síur svo að aðeins viðburðir sem þið hafið áhuga á birtast.