Sundurliðuð gögn KTN um launaþróun liggja fyrir til janúar 2025 og er töluverður munur á þróun milli markaða frá upphafi samningalotunnar í febrúar 2024. Laun hækkuðu mest á almenna markaðnum þar sem tvær kjarasamningsbundnar hækkanir komu til framkvæmda en minna á opinberum markaði þar sem aðeins ein hækkun var á tímabilinu og samningum kennara var ólokið.
Meðal efnis skýrslunnar er ítarleg umfjöllun um 47. þing BSRB sem haldið var á starfsárinu, helstu málefni og verkefni formannaráðs, stjórnar og skrifstofu. Þá er farið yfir öll helstu verkefni sem unnin hafa verið frá síðasta aðalfundi sem var í maí 2024.
Sonja hvatti verkalýðshreyfinguna til að tala máli innflytjenda og styðja baráttu fatlaðra og hinsegin fólks og stuðla þannig að inngildingu og aukinni öryggistilfinningu í samfélaginu. Brúarsmíð væri eitt af mikilvægustu verkefnum á okkar tímum.
Arfleifð Rauðsokkahreyfingarinnar er allt um lykjandi – og hefur mótað samfélagið okkar á ótal vegu,“ sagði Sonja meðal annars. „Barátta þeirra skilaði okkur auknum réttindum, breytti hugmyndum okkar um réttlæti og gildi samstöðunnar og sýndi okkur að það má vera gaman í baráttunni – og að húmor og myndræn framsetning skila oft meiru en orðasalat og neðanmálsgreinar.“
Í Reykjavík mun tilvísun í 1. maí 1970 setja sterkan svip á gönguna. Sá dagur markaði upphaf Rauðsokkahreyfingarinnar þegar konur á rauðum sokkum mættu í kröfugöngu verkalýðsins með risastóra Venusarstyttu og lögðu fram kröfur sínar um kvenfrelsi.
Í ár er Kvennaár og 50 ár frá kvennafríinu sögulega 1975. 1 maí dagskráin í Reykjavík og víða um land er í ár tileinkuð Kvennaári og Rauðsokkahreyfingunni sem markaði upphaf sitt í 1. maí göngunni 1970
Dagný Aradóttir Pind, Hrannar Már Gunnarsson, Jenný Þórunn Stefánsdóttir, Andri Valur Ívarsson, Anna Rós Sigmundsdóttir. Höfundar eru lögfræðingar BSRB, Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu, BHM og KÍ
Stytting vinnuvikunnar á Íslandi gerðist ekki af sjálfu sér heldur var samið um hana í kjarasamningum 2020 eftir langt ferli, tilraunaverkefni á fjölmörgum vinnustöðum og mikla baráttu af hálfu BSRB. Þetta kemur fram í nýrri ritröð EPSU, Evrópusamtaka opinberra stéttarfélaga, sem varpar ljósi á styttingu vinnutíma í Evrópu
Aðgerðahópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði var skipaður af forsætisráðherra þann 13. desember 2021. Stofnun hans á rætur að rekja til kröfu BSRB um að gripið verði til aðgerða til að leiðrétta kerfisbundið vanmat á kvennastörfum.
Það er ljóst að tími mikilla breytinga er runninn upp á vinnumarkaði og þeirri þróun spáð áfram næstu árin. Samkvæmt framtíðarspám verður mest fjölgun í störfum við almenna umönnun, þjónustu við aldraða, í byggingariðnað og ferðaþjónustu, svo eitthvað sé nefnt, en á móti fækkar störfum í móttöku, afgreiðslu, bakvinnslu og almennum skrifstofustörfum.