BSRB hafnar alfarið tillögum Reykjavíkurborgar um styttingu dvalartíma í leikskólum og hækkun gjalda
BSRB leggst alfarið gegn nýjum tillögum Reykjavíkurborgar um breytingar á leikskólastarfi í borginni, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að stytta dvalartíma barna og hækka gjöld fyrir leikskólavistun verulega. Í umsögn bandalagsins í samráðsgátt borgarinnar kemur fram að breytingarnar muni hafa víðtæk og neikvæð áhrif á fjölskyldur, sérstaklega konur og tekjulægri heimili.