Fréttasafn

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
SRÚ semur við RÚV ohf.

SRÚ semur við RÚV ohf.

Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins hefur undirritað nýjan kjarasamning við Ríkisútvarpið ohf. Samningurinn er um flest sambærilegur þeim samningum sem aðildarfélög BSRB hafa gert undanfarið.
Lesa meira
Verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli

Verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli

Verkfallsaðgerðum félaga SFR stéttarfélags, Félags flugmálastarfsmanna (FFR) og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) sem boðaðar höfðu verið snemma í morgun er lokið, en gripið var til þessara aðgerða til að undirstrika kröfur félaganna í sameiginlegum kjaraviðræðum við Isavia. Félögin hafa boðað fleiri sambærilegar aðgerðir næstu vikur ef ekki semst.
Lesa meira
Kjölur semur við ríkið

Kjölur semur við ríkið

Kjölur, eitt stærsta einstaka aðildarfélagið innan BSRB sem telur um 1000 félagsmenn sem starfa á svæðunum í kringum Akureyri og allt vestur til Borgarness, hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við ríkið. Samningurinn gildir frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015 og byggir að hluta til á þeim samningum sem þegar hafa verið undirritaðar af BSRB félögum að undanförnu.
Lesa meira
Samið fyrir sjúkraliða við Ísafold

Samið fyrir sjúkraliða við Ísafold

Samkomulag hefur náðst um kjarasamning á milli sjúkraliða á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ og viðsemjenda þeirra. Samtals starfa 18 sjúkraliðar á hjúkrunarheimilinu en nýverið höfðu sjúkraliðar á Ísafold samþykkt að fara í verkfall þann 17. apríl ef ekki tækist að semja.
Lesa meira
Sjúkraliðar við Ísafold boða verkfall

Sjúkraliðar við Ísafold boða verkfall

Sjúkraliðar á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ boða til verkfalls hafi ekki samist fyrir 17. apríl nk. Deilan hefur verið á borði ríkissáttasemjara undanfarið og hafa nokkrir fundir verið haldnir undir hans stjórn án árangurs.
Lesa meira
Staða kjarasamninga aðildarfélaga BSRB við SNR

Staða kjarasamninga aðildarfélaga BSRB við SNR

Meirihluti bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hefur nú undirritað nýja kjarasamninga við Samninganefnd ríkisins. Nú síðast skrifaði FOSS, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi, undir nýjan kjarasamning við ríkið en það gerðist seinnipartinn í gær. Samningurinn nær til félagsmanna FOSS sem starfa hjá ríkinu. Kjarasamningurinn er sambærilegur þeim sem önnur bæjarstarfsmannafélög BSRB hafa gert við ríkið á síðustu dögum.
Lesa meira
FOSS semur við ríkið

FOSS semur við ríkið

FOSS, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi, skrifaði í gær undir nýjan kjarasamning við ríkið. Samningurinn nær til félagsmanna FOSS sem starfa hjá ríkinu. Kjarasamningurinn er sambærilegur þeim sem önnur bæjarstarfsmannafélög BSRB hafa gert við ríkið á síðustu dögum.
Lesa meira
St.Rv skrifar undir nýjan kjarasamning

St.Rv skrifar undir nýjan kjarasamning

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, stærsta einstaka bæjarstarfsmannafélagið innan BSRB, undirritaði í nótt nýja kjarasamninga við Reykjavíkurborg. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2014 og til loka apríl 2015. Laun hækka að lágmarki um 2,8% og ekki minni en 8000 kr. á mánuði fyrir dagvinnu í fullu starfi. Tvær eingreiðslur verða greiddar, ein við upphaf samningstíma að upphæð 14.600 kr. og önnur þann 1. febrúar 2015 að upphæð 20.000 kr., desemberuppbót hækkar í 79.500 kr. og orlofsuppbót verður 39.500. Þá er kveðið á um breytingar á launatöflu og vaktafyrirkomulagi auk þess sem framlag til starfsmenntunar- og starfsþróunarsjóða hækkar um 0,1% frá 1. febrúar2014.
Lesa meira
Fjögur bæjarstarfsmannafélög BSRB skrifa undir

Fjögur bæjarstarfsmannafélög BSRB skrifa undir

Fjögur bæjarstarfsmannafélög BSRB skrifuðu fyrr í dag undir kjarasamninga við Samninganefnd ríkisins. Félögin sem um ræðir eru Starfsmannafélag Garðabæjar, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Starfsmannafélag Kópavogs og Starfsmannafélag Suðurnesja.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?