Stjórnendur stytta sér leið þegar þeir beita áminningum og skapa ríki og sveitarfélögum skaðabótaábyrgð. Ljóst er að hluti stjórnenda þarf á fræðslu að halda hvað þessi mál varðar.
Rannsóknin sýnir að öruggar vinnuaðstæður, mannsæmandi laun og sterkt velferðarkerfi skipta ekki bara máli fyrir lífsgæði fólks, heldur einnig fyrir heilbrigt lýðræði.
Niðurstöður könnunarinnar í ár sýna að heildareinkunn starfsumhverfis sveitarfélaganna hækkar enn og að starfsfólk er almennt mjög ánægt með stjórnendur, starfsanda, jafnrétti og vinnuskilyrði. Launakjör eru þó áfram veikasti þátturinn, þrátt fyrir skýra framför frá fyrri árum. Vinnuskilyrði eru að mestu góð en hljóðvist mælist enn veikasti þátturinn, sérstaklega á leikskólum þó þar sjáist jákvæð þróun. Þá kemur fram að starfsfólk í umönnunar-, gæslu-, öryggis- og eftirlitsstörfum býr við mun minni sveigjanleika í vinnu, til dæmis þegar þarf að skjótast frá vinnu vegna brýnna erinda.
BSRB leggst alfarið gegn nýjum tillögum Reykjavíkurborgar um breytingar á leikskólastarfi í borginni, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að stytta dvalartíma barna og hækka gjöld fyrir leikskólavistun verulega. Í umsögn bandalagsins í samráðsgátt borgarinnar kemur fram að breytingarnar muni hafa víðtæk og neikvæð áhrif á fjölskyldur, sérstaklega konur og tekjulægri heimili.
BSRB mótmælir breytingum á lögum um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir harðlega og bendir á að þær kalli á umfangsmikla skerðingu á réttindum atvinnuleitenda án þess að samráð hafi verið haft við aðila vinnumarkaðarins
Blásið til kvennaverkfalls þann 24. október! Á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni verður safnast saman við Sóleyjargötu 1 þar sem söguganga hefst kl. 13:30. Gengið verður Sóeyjargötuna á Arnarhól, þar sem útifundur hefst kl. 15.
BSRB hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2026 og lýsir þar miklum vonbrigðum með að frumvarpið boði áframhaldandi niðurskurð í opinberri þjónustu í stað þess að styrkja tekjugrunn ríkissjóðs.
Margir viðmælendur upplifa að kerfisbreytingarnar á starfsemi leikskólanna hafi fyrst og fremst verið gerðar út frá fjárhagslegum hvötum Kópavogsbæjar en ekki með velferð barna, starfsfólks og foreldra að leiðarljósi.
Í nýrri skýrslu Vörðu kemur fram að Sjö af hverjum tíu ná endum saman og sex af hverjum tíu gæti mætt óvæntum 100 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Hinn hluti launafólks býr hins vegar við allt önnur kjör og er afkoma lágtekjufólks almennt mjög erfið og umtalsverður fjöldi á vinnumarkaði býr við raunverulegan skort.
Dagný Aradóttir Pind, Hrannar Már Gunnarsson, Jenný Þórunn Stefánsdóttir, Andri Valur Ívarsson, Anna Rós Sigmundsdóttir. Höfundar eru lögfræðingar BSRB, Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu, BHM og KÍ
Stytting vinnuvikunnar á Íslandi gerðist ekki af sjálfu sér heldur var samið um hana í kjarasamningum 2020 eftir langt ferli, tilraunaverkefni á fjölmörgum vinnustöðum og mikla baráttu af hálfu BSRB. Þetta kemur fram í nýrri ritröð EPSU, Evrópusamtaka opinberra stéttarfélaga, sem varpar ljósi á styttingu vinnutíma í Evrópu
Aðgerðahópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði var skipaður af forsætisráðherra þann 13. desember 2021. Stofnun hans á rætur að rekja til kröfu BSRB um að gripið verði til aðgerða til að leiðrétta kerfisbundið vanmat á kvennastörfum.
Það er ljóst að tími mikilla breytinga er runninn upp á vinnumarkaði og þeirri þróun spáð áfram næstu árin. Samkvæmt framtíðarspám verður mest fjölgun í störfum við almenna umönnun, þjónustu við aldraða, í byggingariðnað og ferðaþjónustu, svo eitthvað sé nefnt, en á móti fækkar störfum í móttöku, afgreiðslu, bakvinnslu og almennum skrifstofustörfum.