Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Þetta kemur ekki með kalda vatninu

Þetta kemur ekki með kalda vatninu

Það var þétt setið á fundi BSRB, BHM og KÍ í gær þar sem endurmat á virði kvennastarfa var til umfjöllunar. Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting, Heiður Margrét Björnsdóttir, formaður starfshóps um endurmat á störfum kvenna og hagfræðingur BSRB og Helga Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastýra Jafnlaunastofu héldu erindi
Lesa meira
Nýr enskur vefur lítur dagsins ljós hjá BSRB

Nýr enskur vefur lítur dagsins ljós hjá BSRB

Nýr enskur vefur á heimasíðu BSRB hefur verið settur í loftið. Á nýja vefnum má finna allar helstu upplýsingar um starfsemi BSRB t.a.m. ítarlegar upplýsingar um réttindi og skyldur starfsfólks á opinbera og almenna markaðinum, skipulag, stjórn, starfsfólk, nefndir, stefnumál, fræðslu og styrki.
Lesa meira
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál

Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, fjallar um styttingu vinnuvikunnar á Kjarnanum í dag. Sonja segir lengd vinnuvikunnar, sem víðast hvar er 40 stundir á viku, ekki náttúrulögmál heldur þvert á móti séu engin vísindaleg rök fyrir henni né byggi hún á þekkingu um hvað geti skilað bestu mögulegu niðurstöðu fyrir einstaklinginn, fjölskylduna, vinnustaðinn og samfélagið allt.
Lesa meira
Góður undirbúningur skilar betri árangri og meiri sátt

Góður undirbúningur skilar betri árangri og meiri sátt

Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, kom á fund með samningseiningum BSRB í gær og fjallaði um mikilvægi góðs undirbúnings fyrir samningaviðræður og hvað skipti máli að hafa í huga þegar sest er að samningaborðinu. Í máli Aðalsteins kom fram að góður undirbúningur sem felst m.a. greiningarvinnu, teymisvinnu og samskiptum við baklandið skilar sér í betri árangri og meiri sátt með niðurstöðuna.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?